Bréf frá einum fertugum

Ég er ný orðinn fertugur og konan mín gaf mér í afmælisgjöf eina viku hjá einkaþjálfara. Ég er svo að segja í ágætis formi ennþá, spilaði fótbolta þangað til ég varð tvítugur,það er ágætt að fá smá hreyfingu. Ég hringdi í líkamsræktarstöðina og pantaði tíma með einkaþjálfaranum. Ég féll fyrir Lindu, 26 ára gömul stúlka, sem er ásamt starfi sínu sem einkaþjálfari, Tabata kennari og sundfatamódel. Það er hún sem er ástæða þess að ég skrifa þetta hér, hún bað mig um að skrifa dagbók til að halda utan framfarir mínar.

Mánudagur: Ég fór á fætur kl. 06:00 . Það var mjög erfitt að fara á fætur svona snemma,en þegar ég kom í ræktina, þar sem Linda beið í móttökunni varð allt skyndilega miklu auðveldara. Linda er ótrúleg! Hún hefur ljóst hár, töfrandi blá augu,flottan vöxt og heillandi bros. Við byrjuðum með skoðunarferð um líkamsræktarstöðina. Linda sýndi mér tækin og það fyrsta sem ég þurfti að gera var að hlaupa á hlaupabrettinu. Eftir fimm mínútur mældi Linda púlsinn hjá mér og hún virtist í smá uppnámi yfir hversu hár hann var. Það sem hún skildi ekki var að púlsinn var hár vegna þess að hún stóð svo nálægt mér í sínum þrönga spandex fatnaði,annars er ég nú í topp formi! Þegar við tókum nokkrar sit-ups æfingar þá ýtti Linda ofaná mig og ég þraukaði og hélt út jafnvel þó að ég væri þreyttur í maganum eftir að hafa haldið honum inni síðan ég hitti hana í móttöku. Eftir æfinguna naut ég að horfa á mjúklegar hreyfingar Lindu þegar hún var að kenna Tabata. Ég hugsaði um hversu klár hún væri þarna inni eins og hún var með mér. Þetta á eftir að vera FRÁBÆR vika!

Þriðjudagur: Ég þurfti að drekka tvær könnur af kaffi til að komast á fætur,en á endanum var ég fyrir utan dyrnar og tilbúinn á æfingu. Linda píndi mig til að leggjast á bakið og lyfta þungri járnstöng uppí loftið. Síðan setti hún lóð á hana! Fætur mínir voru dálítið óstöðugir á hlaupabrettinu,en ég hélt út heilan kílómeter. Brosið sem ég fékk frá Lindu var alveg áreynslunnar virði. Mér líður alveg frábærlega! Þetta annar dagurinn í mínu nýja lífi!

Miðvikudagur: Ég reyndi að bursta tennurnar,og eina leiðin var að liggja með höfuðið á tannburstanum og hreyfa munninn fram og aftur ofan á honum. Ég held að ég sé með kviðslit. Ég náði að keyra bílinn svo lengi sem ég þurfti ekki að stýra eða bremsa. Ég lagði í stæðið fyrir fatlaða við líkamsræktina. Linda var hálf tilfinningalaus í dag, sagði að öskrin mín trufluðu hina meðlimina. Ég hef komist að því að rödd hennar er aðeins of skær svona snemma morgnana og mjög pirrandi þegar hún öskrar á mig með þessari nefmæltu rödd. Ég fékk verk í brjóstið þegar ég ætlaði að koma mér fyrir á hlaupabrettinu svo ég þurfti að nota stigvélina í staðinn. Hver í helvíti fann upp vél sem hermir eftir aðgerð sem varð úrelt við gerð lyftunnar? Linda sagði að það myndi hjálpa mér að komast í form og njóta lífsins, eða eitthvað svoleiðis. Hún sagði eitthvað annað bull líka!

Fimmtudagur: Linda beið eftir mér með eitthvað sem átti að vera bros en ljótar þunnar varirnar og vampírutennurnar komu upp um hana. Ég gat ekkert gert í því að ég var klukkutíma of seinn. Það tók mig 20 mínútur bara að reima skóna mína! Linda píndi mig til að lyfta lóðum. Þegar hún leit undan þá hljóp ég og faldi mig í karla búningsklefanum. Hún sendi Lárus til að finna mig og sem refsingu setti hún mig í róðra vélina!

Föstudagur: Ég hata þetta litla skrípi! Linda er versta mannskepna sem hefur fæðst á þessari plánetu! Litli lystarstols æfingarfíkill! Ef ég gæti hreyft eitthvað af líkamanum án óhemjandi sársauka myndi ég berja hana með honum! Linda vill að ég æfi upphandleggsvöðvana mína. ÉG ER EKKI MEÐ NEINA HELVÍTIS UPPHANDLEGGSVÖÐVA! Ef hún vill ekki fá dæld í gólfið, þá ætti hún ekki að láta mig hafa þessi þungu lóð eða eitthvað annað sem vegur meira en brauðsneið (Ég er viss um að hún hefur lært þetta „sadistaskóla”,fékk hún örugglega heiðursmerki í greininni „hvernig á að veita sársauka”) Ég kastaðist af hlaupabrettinu og ég lenti á einhverjum heilsuráðgjafa. Ég vildi að ég hefði lent á einhverju mýkra.

Laugardagur: Linda skildi eftir skilaboð á símsvaranum mínum í morgun, með þessari viðbjóðslegu stingandi og nístandi rödd sem hún hefur. Hún velti fyrirsér hvers vegna ég mætti ekki í dag. Að heyra rödd hennar fékk mig næstum til að eyðileggja símann minn með næsta þunga hlut, en því miður hef ég ekki einu sinni styrk til að ýta á takka á fjarstýringunni. Er núna búinn að horfa á Omega í sjónvarpinu í ellefu klukkustundir.

Sunnudagur: Ég fór í kirkju í dag með ókeypis strætó þjónustu fyrir fatlaða til að þakka Guði fyrir að þessi vika er loksins búin! Ég bað einnig til Guðs um að konan mín myndi á næsta ári velja einhverja skemmtilegri gjöf, eins og til dæmis rótfyllingu eða ristilhreinsun.

 

 

SHARE