Bréf frá pabba til litlu dóttur sinnar – Ótrúlega fallegt

Dr. Kelly Flanigan er sáfræðingur og hefur margoft rætt við konur sem þrá að eiga samskipti við góða menn. Hann langaði að skrifa bréf til litlu dóttur sinnar en ekki bara til hennar, heldur líka til allra hinna stúlknanna og kvennanna. Bréfið er holl lesning fyrir alla karlmenn hvað þeir ættu að leitast við að vera konu sinni. 

 

Elskan mín litla.

Við mamma þín vorum nýlega að leita að einhverju á Google. Við vorum ekki alveg búin að slá inn spurningu okkar þegar listi yfir mál sem oftast er spurt um birtist á skjánum. Efst á listanum var setningin:“Hvernig á ég að hlúa að  áhuga hans?“

Mér hálfbrá og leit á nokkrar greinar um hvernig konur eiga að vera kynþokkafullar, hvort og hvenær þær ættu að færa manninum sínum bjór frekar en samloku og ýmsar ábendingar um hvernig hún getur látið honum finnast hann alveg æðislegur.

Og ég varð foxillur.

Elskan mín, það er ekki, hefur aldrei verið og á aldrei að verða á þína ábyrgð að „hann hafi áhuga.“  

Elskan mín.  Einasta hlutverk og verkefni þitt er, að þú vitir innst inni- á þessum dýrmæta stað í sálinni þangað sem  höfnun, missir og sjálfið þitt ná ekki inn til að koma þér úr jafnvægi- að þú verðskuldar áhuga og umhyggju. (Ef þú getur líka munað að allir aðrir verðskulda líka áhuga og umhyggju ertu á grænni grænni grein. En það ræðum við síðar meir.)

Ef þú hefur trú á eigin vægi á þennan hátt verður þú mjög aðlaðandi og þú munt líka laða til þín einhvern pilt sem er fær um að sýna sannan áhuga og langar til að auðsýna þér ástúð sína og veita þér umhyggju.

 

Elskan mín, mig langar að segja þér frá piltinum sem þarf ekki að hjálpa til að hafa áhuga af því að hann veit að þú ert áhugaverð.

Mér er alveg sama þó að hann láti olnbogana á matarborðið ef hann hefur augun á þér og ég sé aðdáun hans. Og hann getur ekki haft af þér augun.

Mér er alveg sama þó að hann kunni ekki að leika golf með mér ef hann kann að leika við börnin sem þú hefur fætt honum og gleðst yfir öllum dásemdunum sem hann sér í þeim, þeim sömu og í þér.

Mér er alveg sama þó að veskið hans sé ekki troðið  af peningum ef hjarta hans er barmafullt af ást til þín.

 

Mér er alveg sama þó að hann sé ekki öflugur ef hann veitir þér rými til njóta þín eins og þú ert.

 

Mér er alveg saman hvernig hann kýs ef hann finnur þér dag hvern heiðursstað á heimili ykkar og í hjarta sínu.

Mér er alveg sama um litarhátt hans ef hann málar ævimynd ykkar með þolinmæði, væntumþykju, fúsleika til að leggja eitthvað á sig og elsku.

Mér er alveg sama hvort honum var kennt að trúa svona eða hingseigin eða bara að trúa alls ekki ef honum var kennt að virða það sem er heilagt og vita að hver stund lífsins og hvert augnablik með þér er heilagt.

 

Að lokum, Elskan mín, ef þú hittir mann eins og þennan og við tveir eigum ekkert sameiginlegt munum við þó eiga það sameiginlegt sem skiptir mestu máli:

Þig

 

Þegar öllu er á botninn hvolft átt þú ekki að þurfa að gera neitt annað svo að hann „hafi áhuga á þér“ en að vera þú.  

 

Áhugasamur að eilífu

þinn

pabbi.

 

 

Heimild: Viralnova.com – Þýdd yfir á íslenska tungu af Hún.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here