Brjóst á veggfóður til styrktar góðu málefni

Listanemi frá Shrewsbury, Sam Pooley, gerði mjög skemmtilegt veggfóður með myndum af kvenmannsbrjóstum. Hún tók myndir af brjóstum yfir 300 kvenna víðsvegar að.

Myndirnar voru svo settar saman og búið til veggfóður og mun 25% af söluverði veggfóðursins fara til rannsókna á brjóstakrabbameini. Sam sagði þetta: „Á þessu veggfóðri eru konur af öllum skeiðum lífsins, allt frá 19 ára til 82 ára gamallar ömmu.“

Sam tók sjálf þátt í verkefninu og lét mynda sín eigin brjóst og segir hún þá reynslu hafa bæði verið ógnvænleg og frelsandi.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here