Brjóstamjólk hefur góð áhrif á málþroska og greindarvísitölu barna

Rannsóknir hafa sýnt fram á að brjóstamjólkin er holl og góð fyrir ungbörn. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að það er gott fyrir barnið að vera lengi á brjósti – Greindarvísitalan var almennt hærri hjá börnum sem höfðu verið lengi á brjósti. Brjóstagjöfin er einnig talin hafa áhrif á málþroska barna.

Mælt er með því að börn fái einungis brjóstamjólk til 6 mánaða aldurs og fái að vera á brjósti þar til þau verða að minnsta kosti eins árs ef hægt er.

Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt fram á að brjóstamjólk ver börnin fyrir ýmsum sjúkdómum eins og astma, ofnæmi, lungnabólgu, magaverkjum og styrkir ónæmiskerfi barna.

Nýjasta rannsóknin var gerð á 1,312 mæðrum og börnum þeirra en þau tóku þátt í verkefninu Project Viva þar sem meðganga og heilsa barna í Bandaríkjunum var rannsökuð. Þeir sem stóðu að rannsókninni komust að því að 7 ára gömul börn sem höfðu verið á brjósti fyrsta ár lífs síns fengu hærri einkunn í greindarvísitöluprófi en börn sem höfðu fengið þurrmjólk. Málþroski þeirra jókst um 0.35 stig fyrir hvern mánuð sem þau höfðu fengið brjóstamjólk. Það sama átti við um þriggja ára börn sem tóku þátt í rannsókninni en því lengur sem þau höfðu verið á brjósti þeim mun betri var málþroskinn. Börn sem höfðu einungis fengið brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og enga þurrmjólk stóðu sig best á prófunum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í blaðinu “JAMA pedriatrics.”
Dr. Mandy Belfort frá barnaspítalanum í Boston sagði: “Niðurstöður rannsóknarinnar tengja brjóstagjöf við góðan málþroska barna og greindarvísitölu þeirra.”

“Þessar niðurstöður leiða það í ljós að besti kosturinn er að börnin fái að vera á brjósti þar til þau eru í orðin að minnsta kosti eins árs gömul.”

 

 

SHARE