Brúðguminn tilkynnti um sprengju þar sem brúðkaup hans átti að fara fram – Hafði ekki undirbúið brúðkaupið nógu vel

Neil McArdle, 36 ára brúðgumi tilkynnti um sprengju þar sem brúðkaup hans átti að fara fram. Hann hafði ekki séð um undirbúninginn sem hann átti að gera og tók því til sinna ráða. Kærasta hans stendur með honum þrátt fyrir lögbrot kærastans. 

 

Þegar Amy Williams kom í brúðarskartinu til St George’s Hall þar sem brúðkaupið átti að fara fram var þar fyrir skari lögreglumanna að leita að sprengju sem brúðguminn hafði tilkynnt að væri þar.

Brúðguminn var dæmdur til árs fangelsisvistar fyrir gabbið en parið bjó áfram saman þangað til hann fór í steininn. Amy býr í íbúðinni sem þau bjuggu í og segja nágrannar að lítið hafi farið fyrir þeim.  Amy svarar ekki spurningum um atburðinn.

Nágranni einn sagði að sér fyndist þessi framkoma bæði heimskuleg og ljót því að hún Amy væri hin besta stúlka. Hún hlyti að vera alveg eyðilögð og þyrfi tíma til að jafna sig.

 

Þau höfðu tekið frá sal fyrir athöfnina en brúðgumanum hafði láðst að sækja um lögformlegt leyfi.

 

Þegar brúðguminn hringdi og tilkynnti um sprengjuna sem átti að springa eftir 45 mínútur var sprengjusveit send á staðinn ásamt skara lögreglumanna. Byggingin var tæmd á skammri stundu.

 

Við réttarhöldin sagði dómarinn að það þyrfti ekki að segja sér að hugmyndin um að blása brúðkaupið af hafi verið einhver skyndiákvörðun. Líklegra sé að maðurinn hafi grafið hausinn í sandinn og komið sér hjá því að horfast í augu við veruleikann þar til kom að sjálfum brúðkaupsdeginum.

 

SHARE