ByrjunarReitur/SquareOne – Ný miðstöð fyrir fyrirtæki á uppleið

Frábært tækifæri fyrir lítil fyrirtæki!

Byrjunarreitur / SquareOne er ný miðstöð fyrir lítil fyrirtæki og þá sem starfa sjálfstætt, jafnvel heiman frá sér, til að eiga aðstöðu í skapandi og líflegu umhverfi. Uppsetningin er að erlendri fyrirmynd þar sem smáfyrirtæki og einstaklingar geta leigt aðstöðu gegn lágu gjaldi sem fyrsta skref í sínum rekstri. Þetta er tilvalið fyrir fyrirtæki sem eru farin að þurfa á til dæmis fundaraðstöðu að halda og vilja tengjast tengslaneti sem skapast í svona umhverfi.

Gísli Kr er stofnandi ByrjunarReits og hann sagði okkur aðeins frá þessari sniðugu hugmynd.

“Við verðum með tvenns konar leigufyrirkomulag þar sem aðilar geta leigt fasta starfsstöð fyrir 20 þúsund á mánuði og er allt innifalið sem snýr að húsnæði í því nema skrifborðsstóll.  Við bjóðum einnig uppá svokallaða lausa viðveru þar sem aðilar geta greitt 60 þúsund króna árgjald eða 20 þúsund ársfjórðungslega og geta nýtt aðstöðuna milli 9 og 18 á daginn, sest niður þar sem er laust og nýtt fundarherbergin og geta nýtt sér viðburði og örnámskeið sem í boði verða fyrir leigjendur.” – Segir Gísli Kr, stofnandi ByrjunarReits.
Fyrirkomulag sem þetta þekkist vel erlendis og með þessum hætti geta frumkvöðlar myndað tengslanetGísli segir að þetta fyrirkomulag þekkist vel erlendis þar sem miðstöðvar eins og þessi hafa orðið miðpunktur sprotafyrirtækja, tengslanetið hefur náð milli landa og tengsl við önnur sprotafyrirtæki og fjárfesta hafa skapast.

Hér er heimasíða fyrirtækisins.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here