Caitlyn Jenner mátar brúðarkjóla

Í næsta þætti af raunveruleikaþættinum I AM CAIT má sjá þegar Caitlyn Jenner fer með vinkonum sínum í brúðkjólabúð og fær að máta kjól, en slíkt augnablik hefur Caitlyn alltaf langað til þess að upplifa. Í þættinum segir Jenner meðal annars:

Hélt ég að þessi dagur myndi einhvern tímann renna upp? Nei! Samt hef ég gift mig þrisvar!

Jenner geislaði bókstaflega af gleði á meðan hún dansaði um búðina íklædd brúðarkjól.

 

SHARE