Channing Tatum á leið í skóla

Hinn 36 ára gamli leikari Channing Tatum er að fara endurmenntunarnámskeið í Harvard Business School, en hann mun vera þar allan júnímánuð. Channing sagði í viðtali við New York Times árið 2014 að hann hafi alltaf litið á sig sem slakan nemanda, en hann er lesblindur með adhd.

 

„Það að ganga illa í skóla á barnsaldri ruglar mann alveg í ríminu. Þú ert kannski settur í bekk með börnum sem eru með einhverfu eða Downs heilkenni og horfir í kringum þig og hugsar: „Já ég skil, ég er svona“. Ef þú ert svo með venjulega bekknum þínum í stofu líturðu í kringum þig og hugsar: „Ég er augljóslega ekki eins og þau heldur“. Þú upplifir svolítið að passa hvergi inn af því þú ert öðruvísi,“ sagði Channing í þessu viðtali.

 

Channing er spenntur fyrir náminu og sagði í viðtali að hann hefði aldrei misst áhugann á námi þrátt fyrir erfiðleika.

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE