Channing Tatum er skilinn

channing

Eftir næstum 9 ára hjónaband hafa Channing Tatum (37) og Jenna Dewan (37) ákveðið að skilja. Þau gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis: „Hey heimur! Við erum með svolítið sem við viljum deila með ykkur. Í fyrsta lagi finnst okkur skrýtið að þurfa að deila þessu með öllum, en það er bara afleiðing af því hvernig lífi við lifum og erum þakklát fyrir það líf.“

 

Yfirlýsing byrjar ágætlega en svo kemur það: „Við höfum á ástríkan hátt tekið þá ákvörðun að skilja. Við urðum svakalega ástfangin fyrir mörgum árum og höfum átt töfrandi ferðalag saman. Það hefur ekkert breyst varðandi ást okkar til hvors annars, en ástin er fallegt ferðalag sem hefur skilað okkur á sitthvorn staðinn. Það er ekkert bitastætt leyndarmál sem liggur hér að baki, bara tveir bestu vinir sem ákveða að taka sér tíma í sundur og lifa eins innihaldsríku og mögulegt er.

 

 

SHARE