Charlie Hunnam, sem mun leika Christian Grey í kvikmyndinni Fifty Shades Of Grey sem byggð er á samnefndri metsölubók, játaði í viðtali á dögunum að hann hefði aldrei lesið bækurnar.

Hann sagði í viðtali við Hollyscoop að hann hefði ekki lesið bókina þegar honum bauðst hlutverk í myndinni. Hann segir að hann hafi ekki einu sinni verið viss hvort hann hefði áhuga á því að leika í myndinni:

“Ég hafði ekki lesið bókina, kærastan mín hafði lesið þær svo að ég vissi að þessar bækur voru til eins og eflaust allir. Ef þú ert manneskja og býrð á jörðinni er bara ekki möguleiki að þú hafir aldrei heyrt um Fifty Shades of Grey.”

Það tók Charlie þó nokkurn tíma að ákveða hvort hann myndi taka hlutverkið að sér. Hann hafði áhyggjur af pressunni sem fylgdi því að leika hlutverk sögupersónu sem svo margar konur þrá. Hann mun eflaust ekki eiga í erfiðleikum með það maðurinn!

Það er líka gaman að segja frá því að fyrsti þáttur seríu 6 af Sons of Anarchy verður sýndur á morgun!

Tengdar fréttir:
Charlie Hunnam úr Sons of Anarchy fer með hlutverk Christians Grey í Fifty Shades of Grey

SHARE