Við sögðum frá því í dag, ásamt fleiri vefmiðlum, að Charlie Sheen hefði verið að gifta sig um helgina á Íslandi. Það er hinsvegar ekki satt.
Charlie Sheen segir í samtali við slúðurvefinn TMZ að hann hafi bara verið að grínast og aðallega verið að reyna að ögra einni af sínum fyrrverandi eiginkonum.
Hann sagði: „Mig langaði að láta Denise (Denise Richards, leikkona) fá hjartaáfall.
Það hefur verið stirt sambandið á milli Denise og Charlie og meðal annars er Charlie reiður út í hana því hún á að hafa bannað börnunum að koma heim til hans um jólin til að opna gjafirnar sínar. Á Charlie að hafa kallað hana hjartalausa herfu.