CHIC ásamt Nile Rodgers á Íslandi – Miðasala að hefjast

Hjómsveitin CHIC undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 17. júlí næstkomandi.

Á tónleikunum flytjur CHIC allt sitt vinsælasta efni, lög eins og Le Freak, I want your Love og Everybody Dance auk fjölda laga Nile Rodgers sem aðrir listamenn gerðu ódauðleg á gleðitímanum sem oftast er kenndur við upphaf nútíma danstónlistar, diskóið. Má þar nefna lög Diönu Ross Upside Down og I’m Coming Out og öll þekktustu lög Sister Sledge eins og He´s the Greatest Dancer, We are Family og Thinking of You.

Neil Rodgers skaut svo um munar aftur upp á stjörnuhimininn og hefur hann eignast marga nýja aðdáendur af yngri kynslóðum eftir að hafa sett nýjan tón í tónsmíðar hljómsveitarinnar Daft Punk með nýjasta lagi þeirri Get Lucky sem fór beint á toppinn á vinsældalistum um allan heim.

Þar með bættust Daft Punk í hóp þekktra listamanna sem hafa leitað í smiðju Nile Rodgers til að finna innsta kjarna funktónlistarinnar og tengslin við lífsgleði og dans.

Aðrir í þeim hópi eru David Bowie, Madonna, U2 og Duran Duran, B52’s, Adam Lambert og í seinni tíð listafólk sem hefur notast við hluta úr lögum meistarans við gerð eigin tónlistar.

Tónleikarnir þann 17. júlí eru sannkölluð gleðisamkoma og til að gera kvöldið enn veglegra ætla tvær af efnilegustu hljómsveitum Íslands að baða út vængjum á undan meisturunum í CHIC. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey opna kvöldið.

Miðasala hefst föstudaginn 17. maí á midi.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here