Þessi ofsalega girnilega uppskrift er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt. 
Ciabatta með pestókjúklingi
4-500 gr kjúklingalundir
1/2 bolli gott pestó
1/2 bolli sýrður rjómi (eða 1/2 bolli majones)
2 ciabattabrauð, skorið í tvennt
1 mozzarellakúla, skorin í sneiðar
kál (t.d. klettasalat eða spínat)
2 tómatar, skornir í sneiðar
1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
15 basillauf

Aðferð

  1. Blandið saman í plastpoka kjúklingalundunum og 1/4 bolla af pestó. Látið marinerast í amk. 15 mínútur.
  2. Hrærið saman í skál 1/4 bolla af pestói og sýrða rjómanum/majonesinu. Smyrjið blöndunni á báða ciabatta helmingana.
  3. Hitið pönnu á meðalháan hita, látið olíu á pönnunna og steikið kjúklingalundirnar.
  4. Raðið mozzarella á brauðið. Bætið salati, tómötum, rauðlauki og því næst basil. Endið á pestókjúklingnum og ostinum og lokið samlokunni.
  5. Grillið á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið eða í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Skerið í helming og etið.
SHARE