Dásamleg íbúð í Gamla Stan – Myndir

Þetta er ótrúlega falleg íbúð í Gamla Stan í Stokkhólmi.  Íbúðin sem er samtals 120fm á tveimur hæðum í húsi frá árinu 1600  Á efri hæðin eru klassískir gluggar með djúpum veggskotum og þykkum bjálkum sem gerir hana ansi sjarmerandi .  Eldhúsið er nútímalegt og með opinni stofu.

Á neðri hæðinni er svo svefnherbergi, fallegt baðherbergi með hita í gólfum og gesta salerni.  Og það eru kannski nokkra núna sem stynja yfir fataherberginu sem er dásemd.  Í íbúðinni eru fallegir innbyggðir skápar og einnig innbyggt hátalarakerfi á báðum hæðum.  Þetta er dásamlegur staður sem er stutt frá Skeppsbron, veitinga og kaffihús er svo á hverju horni.

SHARE