Það er fátt sem slær þessu brauði við þegar það er nýbakað og enn volgt. Vel væn sneið með slatta af smjöri er einfaldlega unaður út í gegn. Tilvalið til þess að njóta um páskana. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Bananabrauð sem börnin elska

img_6542

Dásamlega gott döðlubrauð

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli döðlur
  • 1 bolli vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 msk smjör
  • 1 egg

Ofninn er hitaður í 180 gráður undir- og yfirhita. Brauðform er smurt að innan (stærð ca. 22 cm x 8 cm – þegar botninn á forminu er mælt en það víkkar út að ofan) Döðlur, vatn og smör sett í pott og hitað að suðu og látið malla í 1 – 2 mínútur, hrært á meðan. Síðan er blandan hrærð í hrærvél þar til hún er orðin að mauki. Restinni að hráefninu er bætt út í hrærivélaskálina og öllu blandað saman. Deigið er sett í brauðform og bakað við 180 gráður í 50 mínútur.

SHARE