Ef þú ætlar að bæta við einni sort fyrir þessi jól þá mælum við eindregið með þessum smákökum. Þær eru einfaldlega dásamlegar. Uppskriftin er fengin af Eldhúsperlum.

Sjá einnig: Ómissandi kornflexsmákökur með súkkulaði & kókos

img_0835

Smákökur með myntu og súkkulaði

  • 225 gr smjör
  • 1,5 bolli sykur eða hrásykur
  • 1/2 tsk piparmyntu extract (fæst t.d í Kosti, líka hægt að sleppa og nota bara vanillu extract)
  • 1 stórt egg
  • 2 1/2 bolli hveiti eða fínt spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft, eða venjulegt lyftiduft.
  • 1 bolli litlir dökkir súkkulaðidropar

(Ég nota ameríska bollastærð sem er 2.4 dl)

Aðferð: 

Ofninn hitaður í 180 gráður með blæstri, 190 gráður án blásturs. Smjör, sykur og piparmyntu extract þeytt þar til létt og ljóst, egginu bætt út í og hrært vel. Hveitinu og lyftiduftinu bætt út, hrært létt saman og síðast er súkkulaðidropunum hrært saman við. Ég sett deigið svo á plastfilmu rúllaði því upp í lengju og geymdi í ísskáp í þrjá sólahringa. Það var nú bara af því ég hafði ekki tíma til að baka þær strax. Það er í góðu lagi baka úr því strax og það er tilbúið!

img_0818

Svo skar ég deigrúlluna í sneiðar og rúllaði kúlur úr deiginu. Setti þær á plötu með góðu millibili og þrýsti aðeins ofan á hverja kúlu með fingrunum. Þetta bakaði ég í 9 mínútur.

img_0826

Eða þangað til að kökurnar litu svona út. Þá lét ég þær kólna alveg og útbjó það sem átti að fara ofan á þær.

Ofan á:

  • 200 gr. Hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • 1/2 poki Bismark brjóstsykur, mulinn.

img_0840

Svo setti ég um það bil 2 tsk af hvíta súkkulaðinu á hverja köku og stráði svo smá muldum brjóstykri yfir. Ég gerði þetta ekki við allar kökurnar, sumar hafði ég bara svona allsberar og þær voru líka mjög góðar þannig.

SHARE