Ljúfur gítar, líðandi melódía og textabrot sem öll fjalla á sinn hátt um ástina. Fátt er fallegra í upphafi nýrrar vinnuviku en fersk tónlist sem yljar hjartanu og vermir allt.

Þannig er frumraun Karen O, aðalsöngkonu sveitarinnar Yeah Yeah Yeahs, sem sólólistamanns, fullkomið upphaf á strangri vinnuviku meðan Vetur konungur bítur í kaldar kinnar og frostrósir héla rúður. Sjálfa breiðskífuna má svo skoða nánar HÊR en lagið er tekið af breiðskífunni Crush Songs sem kom út fyrir fáeinum dögum síðan.

Myndbandið hér að neðan er nýtt af nálinni en leikstjórn var í höndum þeirra Vanessa Hollander og Wilson Philippe. Fallegt, seiðandi og minnir um margt á bjarta vorið sem er handan við hornið:

Tengdar greinar:

Madonna gefur fyrirvaralaust út sex ný lög á iTunes

12 ára stígur stórskrýtna búrglímu í nýju lagi Sia

Fifty Shades: Sjóðheit Dakota Johnson nær nakin við tóna The Weeknd

SHARE