Dionne Warwick með tónleika á Íslandi!

Söngdívan Dionne Warwick mun koma fram á tónleikum í Hörpu þann 19 Júní.

Dionne Warwick er ein skærasta stjarna poptónlistarsögunnar. Hún hefur unnið til 5 Grammy verðlauna, gefið út 35 breiðskífur sem selst hafa í yfir 100 milljón eintökum og hefur átt 85 lög á topp 100 í Bandaríkjunum, fleiri en nokkur önnur söngkona.
Dionne Warwick hefur notið meiri velgengni á vinsældalistum en nokkur önnur söngkona í sögunni að Arethu Franklin undanskilinni.

Í hugum margra er Dionne Warwick þekktust fyrir samstarf sitt við tónskáldið Burt Bacharach og félaga hans, Hal David. Warwick flutt öll þekktustu lög þeirra sem mörg hver náðu efstu sætum vinsældalista um allan heim, lög eins og: I say a litle prayer for you, This girl´s in love with you og Do you know the way to San Jose.

Dionne Warwick hefur einnig starfað með fleiri þekktum tónlistarmönnum. Samstarf hennar við Barry Manilow skilaði þeim toplaginu I´ll never love this way again og Gibb bræður í Bee Gees sömdu fyrir hana lagið Heartbreaker sem sömuleiðis fór á toppinn beggja vegna Atlantshafsins.

Lagið Thats whats friends are for eftir Burt Bacarach sem Dionne söng ásamt Elton John, Gladys Knight og Stevie Wonder seldist í bílförmum og tryggði henni sín fimmtu Grammy verðlaun.

Á tónleikunum í Hörpu mun Dionne Warwick flytja ásamt hljómsveit sinni öll þekktustu lög ferilsins. Dionne Warwick er í feikna góðu formi eins og síðasta breiðskífa henar sannaði en hún kom út í lok árs 2011. Hún er reglulegur gestur í bestu tónleikasölum heims og á helstu jasshátíðum eins og Montreux hátíðinni þar sem hún hefur verið fastagestur um langt skeið.

Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 19. júní og einungis verður um eina tónleika að ræða.

Miðasala hefst á Harpa.is og midi.is í dag, föstudaginn 10. maí.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here