DIY – Frískandi handáburður með sítrónuilm

Upphaflega kemur þessi uppskrift frá henni Hafdísi heilsunuddara sem hefur sérhæft sig í bæði bowen tækni og ilmkjarnaolíum. Hér hefur rósavatninu verið sleppt í þeirri von að auka geymsluþolið og ilmkjarnaolía með sítrónu notuð í stað lavender og appelsínu.

Uppskrift:



3 msk Jojoba olía
1 msk Kakó smjör
1 msk  Bývax
10 dropar sítrónu ilmkjarnaolía

Aðferð:


Sótthreinsið glerílátið sem á að nota undir handáburðinn með því að sjóða vatn í potti og dýfa ofan í. 
Hitið jojobaolíuna, kakósmjörið og bývaxið saman í potti við vægan hita eða þar til vaxið er bráðnað. Takið af hitanum.
Að lokum er ilmkjarnaolíunnni blandað saman við og áburðurinn settur í sótthreinsað ílátið. Látið kólna áður en lokað er.  
Hrært í fyrir notkun.

 

HÉR er hægt að skoða síðuna hennar Hafdísar þar sem hún deilir vitneskju sinni með öðrum.

 

SHARE