DIY: Lærðu stórskemmtilegt fingraprjón á mettíma!

Fingraprjón getur verið stórskemmtilegt. Fingraprjónið er frábær leið fyrir krakka til að læra að prjóna og það er sáraeinfalt að læra það. Þess utan er fingraprjónið gott fyrir fínhreyfingarnar og hjálpar til við að skerpa á einbeitingu barnsins.

Engin aukatól eru þörf, bara fingurnir sjálfir og svo gróft garn.

Hægt er að prjóna út í það endalausa með fingraprjóni svo framarlega sem garnið þverr ekki og það er tilvalið að nota afgangsgarn í fingraprjónið. Röndótt, einlitt, mynstrað, allt er til en svona er farið að!

101_0760

Fitjað er upp á með því að leggja lófann flatan niður upp á við og leggja endann á garninu milli þumalfingurs og vísifingurs. (sjá mynd að ofan) Vefjið garninu um vísifingur og á bak við löngutöng og svo yfir baugfingur. Vefjið garninu nú utan um litla fingurinn og vefið til baka að vísifingri.

 101_0763

Vefjið garninu að síðustu aftur utan um vísifingurinn og haldið áfram á sama hátt en ofan við síðustu umferð af lykkjum þar til komið er aftur að vísifingrinum. Reynið að halda lykkjunum sæmilega lausum því annars verður erfitt að halda áfram.

101_0764

Fyrsta umferðin byrjar með litla fingrinum, en þú átt að lyfta neðri umferðinni af garninu sem er vafið um fingurinn upp og yfir fingurgóminn (sjá skýringarmynd nr. 3) – gættu þess að efsta lykkjan á fingrinum renni ekki af þegar þú lykkjar þeirri neðri yfir.

Haltu áfram að lykkja neðri umferðinni af lykkjunum yfir efri umferðina þar til allar lykkjurnar eru komnar af og þú ert búin að lykkja af vísifingri líka.

 101_0769

Fyrir næstu umferðir skaltu vefja garninu um fingurna aftur, þar til þú endar á vísifingri eins og sjá má á skýringarmynd nr. 2. Þá ætti fléttan að líta út eins og á mynd nr. 4 og þá skaltu lyfta neðstu lykkjunni af umferðinni á fingrunum yfir fingurgóminn eins og þú gerðir á skýringarmynd nr. 3

 101_0770

Eftir því sem lengra er haldið áfram sérðu langa röð af sléttu prjóni myndast undir hendinni (sjá mynd 5).

Haltu áfram þar til þú ert komin með ca. 20 centimetra langa fléttu og felldu þá af. Til að fella af skaltu ekki vefja garninu kringum fingurna heldur lyfta lykkjunni af litla fingri og láta lykkjuna ganga allt að baugfingri (sjá skýringarmynd nr. 6) og lyfta svo neðri lykkjunni yfir efri lykkjuna á baugfingri. Haltu áfram að láta lykkuna ganga yfir alla hendina þar til þú ert komin að vísifingri en þá er bara ein lykkja eftir.

Dragðu spottann í gegn og klipptu bandið.

Fingurpjón er yndislegt, ávanabindandi á skemmtilegan hátt og börn elska einfaldleikann sem er fólginn í fingurprjóninu. Dásamleg afþreying um helgar og dund sem skerpir á einbeitingunni.

Sjá einnig: Prjónauppskrift af barnasokkum

 Þýtt og endursagt: Dharmaflyer

SHARE