Hefur þú átt í erfiðleikum með að losa þig við þessa leiðinda flösu? Þrátt fyrir að flasa sé ekki hættuleg heilsu þinni, getur hún verið fremur hvimleið og erfið að losna við. Hér eru tvær aðferðir sem þú getur notað heima fyrir og hjálpað þér í baráttunni við flösuna.

Sjá einnig: Hvað er flasa? – Hvað er til ráða?

Eplaedik við flösu

Eplaedik er frábært við flösu. Blandaðu saman eplaediki og vatni til helmingja og settu í spreyflösku. Spreyjaðu blöndunni í hársvörðinn og láttu það standa í allt frá 15 mínútum til 2 klukkustundir. Skolaðu hárið með volgu vatni og endurtaktu tvisvar í viku þar til flasan er með öllu horfin.

Hunang við flösu

Hrátt hunang er náttúrulega rakagefandi og nærir það hárið þitt og hársvöð, ásamt því að gefa þér vítamínbúst. Blandaðu smá vatni út í hunangið og berðu það í blautt hár þitt. Nuddaðu hársvörðinn í 2-3 mínútur og láttu síðan standa í 3 mínútur. Skolaðu með volgu vatni og endurtaktu um það bil tvisvar sinnum í viku.

Sjá einnig: Í hvað getur þú notað Aloe Vera?

Einnig er hægt að blanda saman ediki, hunangi og vatni til þess að fá hárið til að glansa.

Heimildir:  womendailymagazine

SHARE