DIY: Stendur vírinn út úr brjóstahaldaranum þínum?

Við þekkjum allar þetta vandamál. Brjóstahaldaraspöngin er komin út úr brjóstahaldaranum og er á góðri leið með að stinga okkur á hol. Mörgum dettur í hug að það sé kominn tími á að kaupa sér nýjan í stað þess að ganga í það verk að gera við haldarann, en að gera við slíkan ófögnuð er mun einfaldara en þig grunar.

Sjá einnig: Brjóstahaldari sem passar illa getur skaðað þig

Einfaldast er að taka heftiplástur og líma yfir gatið sem skyndilausn, en ef þú vilt að það endist lengur, er gott að setja nokkra sauma í plásturinn til að festa hann betur.

 

 

SHARE