Dolly Parton deilir einstakri mynd af manni sínum

Dolly Parton (75) deildi sætri en sjaldgæfri mynd af eiginmanni sínum til 54 ára, Carl Dean (79).

Instagram will load in the frontend.

Við myndina skrifaði Dolly: „Find you a partner who will support you like my Carl Dean does!“eða eins og við myndum þýða það: „Finndu þér maka sem mun styðja þig á sama hátt og hann Carl Dean minn styður mig.“

Sjá einnig: Síamstvíburarnir sem vilja ekki vera aðskildir

Dolly og Carl hafa verið saman í 56 ár og eftir tveggja ára samband giftu þau sig í Georgia. Carl hefur alltaf forðast sviðsljósið og hefur hann látið fara það lítið fyrir sér, að fólk var farið að efast um að hann væri yfir höfuð til.

„Hann er bara þannig manneskja. Hann er hljóðlátur og hlédrægur maður og gerði sér grein fyrir því að ef hann færi út í sviðsljósið fengi hann ekki stundar frið. Ég hef alltaf virt og kunnað að meta það við hann og hef reynt að verja hann fyrir þessu öllu eins og ég get. Hann sagði: „Ég valdi ekki þennan heim, ég valdi þig og þú valdir þennan heim. En við getum átt aðskilið líf og líf saman.“ Við höfum gert það og gerum enn. Höfum verið saman í 56 ár,“ sagði Dolly í viðtali við Entertainment Tonight.

Sjá einnig: Prestsdóttir sem tók U-beygju í lífinu

Dolly segir líka að þegar þau séu spurð að því hver sé lykillinn að svona góðu og löngu hjónabandi, grínist þau gjarnan með að það sé af því hún sé svo mikið að heiman. „Það er mikill sannleikur í því, við erum ekki alltaf ofaní hvort öðru. Við virðum og dáumst hvort að öðru og höfum bæði góðan húmor, svo við skemmtum okkur vel.“

SHARE