Dömukvöld um helgina – Brjálað fjör!

Fyrsta dömukvöldið á Hendrix  verður haldið á laugardagskvöldið og það verður ekkert til sparað, enda ekki seinna vænna en að dekra við dömurnar okkar, svona rétt fyrir jólastressið. Hin stórkostlega Helga Braga verður kynnir kvöldsins og kann hún svo sannarlega að kítla hláturtaugarnar og gera gott kvöld enn betra. Fordrykkur og pinnamatur verður í boði, kokteilar framreiddir af föngulegum herramönnum samhliða girnilegum léttum pinnaréttum. Hjálpartækjakynning verður í boði Blush , þar sem farið verður yfir helstu tækninýjungar í sjálfsbjargarviðleitni og erótískri kryddmenningu. Blush verður með vörur sínar á afslætti allt kvöldið og vörur á staðnum. Tískusýning verður í boði Júník,  það styttist í jólin, og því tilvalið að fá beint í æð það ferskasta úr tískuheiminum í mjúka pakkann fyrir þig.

Tískusýning frá Joe Boxer sem kyndir aðeins andrúmsloftið, en jóla herralína Joe Boxer verður sýnd, tilvalið í mjúka pakkann fyrir herrann.

Haffi Haff mun flytja nokkur lög með tilheyrandi „shówi“ eins og honum einum er lagið. Dregið verður úr happadrætti kvöldsins þar sem verður m.a. gjafakort í Júník, Jóhanna Guðrún syngur lög með hljómsveitinni Spútnik en Jóhanna er ON FIRE þessa dagana eins og alþjóð veit. Á miðnætti er svo herrunum hleypt inn sem og þeim konum sem ekki sáu sér fært að mæta fyrr og Spútnik leikur fyrir dansi fram á rauðan morgun.

Hendrix er með stórskemmtilegan like-leik í gangi núna en þar er hægt að vinna bjór, mat og miða á kvöldið. Endilega verið með hér!

Miðaverðið fyrir allt þetta er aðeins 2.500.- kr, vegna fjölda áskoranna byrjar forsala á Hendrix fimmtudaginn 5.des kl.16:00. Miðaverð á ballið eftir miðnætti kr. 1.500.-

SHARE