Peningar voru af skornum skammti á þessum tíma og þurfti því að nýta allt sem til var og fara vel með það.
Matvöru var ekki hent og annað var endurnýjað eða nýtt á einhvern hátt.
Þessi fjölskylda samanstóð af móður sem var heimavinnandi með sín fimm börn en faðirinn vann á litlum bát.
Faðirinn var lítið heima því eins og gefur að skilja þarf næga vinnu til að sjá fyrir svo stórri fjölskyldu. Yngsta barn hjónanna var fjögurra ára dama, forvitin og góð stelpa. Hún hafði lítið séð af föður sínum og þekkti hann ekki mikið, þessi fjögur ár hafði hann nær verið á sjó allan tímann en komin heim í land seint að kvöldi af og til en farinn aftur snemma morguns áður en krakkaskarinn vaknaði.
Litla stúlkan spurði heldur meira um föður sinn en hin systkinin en hún var viðkvæm að eðlisfari og var afar hrædd um að pabba sínum væri kalt og hann væri þreyttur að vinna svona mikið.
Á afmælisdeginum hennar þegar hún hafði náð fjögurra ára aldri var hún ofsalega leið frá því hún vaknaði, móðir hennar spurði hvað amaði að, hún ætti afmæli og ætti að vera glöð.
Unga stúlkan svaraði að hún vildi ekkert annað en að fá pabba sinn heim á afmælinu og gefa honum með sér af kökunni sem móðir hennar hafði bakað í tilefni af afmælinu.
Móðir stúlkunnar sagði henni að það væri ekki hægt, stelpan horfði vonsvikin á mömmu sína og sagði að pabbi hennar hefði aldrei verið heima á afmælisdeginum hennar. Allavega ekki svo hún mundi eftir.
Það var reyndar satt því hann hafði aldrei verið í landi á afmælinu.
Þennan dag fékk stúlkan að fara út að leika sér eins og krakkarnir gerðu gjarnan, fóru í fjöruna og týndu steina og skeljar og bjuggu til úr því fallega hluti.
Seinna um daginn fréttir húsmóðirin af dóttur sinni sem var aldeilis ekki að týna skeljar og leika við krakkana, heldur labbaði hún að hverjum manni og bað um vinnu fyrir föður sinn. Vinnu í landi….
Móðirin varð sorgmædd hversu mikil áhrif þetta hafði á dóttir sína en að sama skapi var hún stolt að hún væri augljóslega úrræðagóð og góðhjörtuð almennt. Hún lét sér alltaf annt um alla.
Móðirin fór inn til dóttur sinnar þetta kvöld til að reyna hughreysta hana fyrir svefninn, hún segir henni að brátt koma jólin og þá mun pabbi hennar eyða mörgum dögum heima.
Hún ætti að hugsa eitthvað fallegt til að gefa honum í jólagjöf.
Stúlkan var glöð að hugsa til þess að bráðum kæmi pabbi heim og tók mömmu sína á orðinu og ætlaði að gefa pabba alveg einstaka gjöf.
Desember leið og pabbi kom heim tuttugasta þann mánuðinn. Allir höfðu nóg fyrir stafni og líka sú yngsta. Hún var að pakka inn litlu boxi þegar faðir hennar labbar inn. Hann sér að hún er að klára alla rúlluna með gjafapappírnum en rúllan átti að komast yfir allar gjafirnar þetta árið.
Faðirinn reiddist snögglega þegar hann sá þessi ósköp sem stelpan var að gera, hreytti í hana að þessi pappír væri ekki til þess að eyða svona, nú væri ekki til nægur pappír á hina pakka gargaði hann á hana. Stúlkan varð miður sín en baðst fyrirgefninga. Það var ekki rætt frekar og pakkinn var fallega bólstraður með nokkrum lögum af pappír á.
Aðfangadagur var runninn upp og gott skap var komið í stóru fjölskylduna, við tréð sem var heldur lítið og vesældarlegt voru nokkrir pakkar, stúlkan litla var svo spennt að hún rauk fyrst að trénu og tók upp pakkann sem hún hafði gert og rétti pabba sínum.
Pabbi hennar varð miður sín að hafa skammað stúlkuna nokkrum dögum áður fyrir notkun á pappírnum þegar ætlunin var að gefa honum fallegan pakka.
Tekur pappírinn af spenntur en hann samanstóð af nánast heilli rúllu og sér glitta í lítið box, hugsar með sér hvað í ósköpunum þetta gæti verið. Í boxinu var ekkert, það var tómt.
Faðirinn sem var að eðlisfari heldur skapstór hreytti í stúlkuna hverskonar gjöf væri að gefa box með engu? Á þessum tímapunkti fannst honum dóttir sín alger kjáni, hún væri fjögurra ára og vissi ekki hvernig ætti að gefa gjöf.
Stúlkan leit á pabba sinn með tárin í augunum yfir skapvonskunni í manninum, hún svaraði honum lágt ,,Nei pabbi, boxið er ekki tómt, ég blés í það kossum, bara fyrir þig‘‘.
Bóndi heimilisins hafði lært lexíu þetta aðfangadagskvöld, hann tók utan um stúlkuna sína og þakkaði henni og bað hana fyrirgefningar í leiðinni.
Mögum árum seinna lést faðir stúlkunnar og þegar hún fór í gegnum eigur hans hafði hún fundið boxið frá því á jólunum forðum. Þar hafði það verið alla tíð, þegar honum leið vel gat hann tekið það upp og ímyndað sér koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar en ekki í höndunum þínum.
Virðum hugsun barnanna okkar, þau meina vel.