Dóttir Kim Kardashian fær nafn með upphafsstafnum K!

Kim Kardashian, sem eignaðist dóttur á laugardaginn eins og flestir vita, er samkvæmt sjónvarpsstöðinni E! News búin að ákveða nafn á dóttur sína og mun það byrja á stafnum K.

Kim á 4 systur og allar systurnar eiga upphafsstafinn K svo það er ekkert ólíklegt að dóttir Kim muni fá nafn með uppáhalds stafnum hennar, K. Foreldrarnir eiga sama upphafsstafinn svo nú er spennandi að vita hvað barnið mun heita.

Alveg eins og mamma!
Barnið er sagt vera eftirmynd móður sinnar. Hún er með dökkt hár og Kardashian yfirbragð að sögn fjölskylduvina. Vinir Kim hafa verið duglegir að heimsækja hana á spítalann, Jonathan Cheban sem er hennar besti vinur og kemur oft fram í raunveruleikaþáttum hennar, sást kaupa bleikar rósir til að færa vinkonu sinni og besta vinkona Kim, Brittny Gastineau sást labba inn á spítalann með bleikar rósir fyrir vinkonu sína.


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here