Ímyndaðu þér að labba inn á kvennaklósett og þar væri sjálfsali með flesta hluti sem þig gæti hugsanlega vantað vegna kvenlegra vandamála.
Það er hún Jessamyn Miller sem er hugmyndasmiðurinn að baki Lady Business.
Sjálfsali sem þessi myndi auðvelda konum að hugsa vel um líkama sinn á þægilegan og einfaldan hátt. Þú þarft ekki að fara einhverja sér ferð í búð eða í apótek heldur er þetta allt á einum stað.
Í sjálfsalanum væru vörur eins og:
Próf sem kannar það hvort þú sért með þvagfærasýkingu og verkjalyf
Próf sem kannar það hvort þú sért með kynsjúkdóm
Óléttupróf
Próf sem kannar það hvort þú sért með sveppasýkingu og lyf við því
Sett með tíðatappa, dömubindi, verkjatöflum og súkkulaðistykki
Sett til þess að stunda öruggt kynlíf. Smokkur, sleipiefni, þurrkur og nærbuxur
Tengdar greinar: