Drengur sem einu sinni var heiðraður sem hetja er nú ákærður fyrir morð á eldri hjónum – 16 ára gamall

Daníel Marsh sem er 16 ára unglingur er ákærður fyrir að hafa myrt eldri hjón í Sacramentó í Californíu.

Rauði krossinn heiðaraði hann sem „hetju hvunndagsins“  þegar hann var 12 ára fyrir það hvað hann brást  skjótt og hárrétt við þegar faðir hans fékk hjartaáfall undir stýri.

 

Daníel sagði frá því að allt í einu hafi liðið yfir pabba hans og hann hafi allur kippst til. “Ég þreif í stýrið og beindi bílnum út í kant“ sagði hann. Fjórum árum síðar hefur hann aðra og dapurlegri sögu að segja.

 

Í ákærunni segir að ákærður hafi pyntað fórnarlömb sín og séu þessi morð óvanalega mikil illskuverk. Þykja öll verksummerki bera vott um ótrúlega andstyggilega óhæfu.

Við Daníel Marsh blasir ævilöng fangelsisvist.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here