Leikkonan Drew Barrymore (40) segir að líkami hennar muni aldrei verða eins og hann var áður. Eftir að Drew eignaðist börnin sín tvö telur hún að líkami hennar er ekki gerður fyrir bikíní og ekki einu sinni sundbol, svo hún á oft í erfiðleikum með að finna sér viðeigandi fatnað þegar hún fer á ströndina.
Sjá einnig: Drew Barrymore er komin í ilmvatnsbransann
Drew er alltaf jafn falleg, þrátt fyrir að vera ekki í sömu fatastærð og þegar hún var yngri. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og hefur þurft að þola ýmis konar gagnrýni á þeim tíma.
Hún á tvö börn með þriðja eiginmanni sínum Will Kopelman, þau Olive (3) og Frankie (18m) og er um þessar mundir að taka upp hljóðbók sem hún tileinkar börnum sínum.
Nýjasta kvikmynd leikkonunnar heitir Miss You Already það sem hún leikur á móti Toni Collette og leika þær góðar og gamlar vinkonur sem standa þétt við bakið á hvor annarri.
Sjá einnig: Vildi fá klippingu með karakter – Drew Barrymore var fyrirmyndin – Myndir
Drew segir að uppáhalds staðurinn hennar er Hawaii og finnst henni fátt betra en að fara í góða göngutúra á eyjunni.
Alltaf jafn stórglæsileg og alvöru: Drew segist eiga í vandræðum með að ákveða hvaða sundföt hún á að klæðast þegar hún fer á ströndina.
Einu sinni var: Drew Barrymore fyrir 20 árum.
Brosmild: Fegurðin geislar í gegnum bros hennar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.