Drykkja og reykingar skaða ekki sæði karlmanna – Mönnum ber ekki saman um þessi mál

Drykkja og reykingar skaða ekki sæði karlmanna, þetta voru niðurstöður úr nýlegri rannsókn sem gerð var í Bretlandi.

En þetta álit gefur væntanlegum feðrum ekki grænt ljós að fara að stunda óhollt líferni.

Sérfræðingar í frjósemislækningum hafa áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem eru byggðar á frekar lauslegum rannsóknum gætu sent væntanlegum foreldrum röng skilaboð.  2.200  karlar frá 14 mismunandi stöðum í Bretlandi svöruðu fjölmörgum spurningum um lifnaðarhætti sína og svo voru svör þeirra mátuð við sæði sem þeir framleiddu.

Nokkur munur var á hve heilbrigt sæðið var samkvæmt rannsókninni. Margir sem höfðu  gengist undir skurðaðgerð á eistum höfðu lítið af spræku sæði, sama var að segja um svarta menn og ýmsa hópa erfiðisvinnumanna. Þá var eiginlega sama hvernig nærbuxur menn notuðu en það hefur mikið verið rætt í sambandi við frjósemi. Menn sem ekki höfðu getið barn voru líka með sæði sem hreyfði sig lítið.

Hins vegar var ekki að sjá að þyngd eða tóbaks- og áfengisnotkun hefði nokkur áhrif á hve líflegt sæðið var.

Líklegast er tímabært að veita mönnum sem eiga í vanda með frjósemina annars konar ráð en gert hefur verið. Yfirleitt eru menn varaðir við að drekka, reykja, vera of þungir og vera í þröngum nærbuxum. Rannsóknin studdi ekkert af þessum varnaratriðum!  Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja viturlegt að bíða með að hefja meðferð við ófrjóseminni og segja fólki að breyta um lífsstíl og vona hið besta.  Þeir telja semsagt að þessi eina rannsókn mæli móti öllum niðurstöðum um þessi mál sem áður hafa verið fengnar úr rannsóknum. Fráleitt sé að þessi rannsókn gefi væntanlegum feðrum grænt ljós á að reykja, drekka og stunda hvaða aðra óhollustu sem þeim dettur í hug.

Yfirleitt telja læknar heillavænlegt að stunda heilbrigt líferni þegar fólk er að spá í að fara að eignast börn. Ennfremur gerðu Bandarískir læknar athugsemd við fullyrðingar þess efnis að sæði svartra manna væri verr á sig komið en hvítra. Þeir sögðu að þessi athugun hafi verið gerð í Bretlandi og hreint ekki víst að þessar fullyrðingar ættu við svarta bandaríska karla.

Hvað segir þú um þetta? Heldur þú að líferni spili þátt í getunni til að geta barn og erfiðleikum á því sviði?

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here