Duglegan strák vantar að komast á samning en þá er honum gatan greið

Bjarni Karlsson prestur setti rétt í þessu inn stutta frásögn  á Facebook í von um að fá aðstoð.
Oft er erfitt fyrir fólk í iðnámi að fá samning og mikið af fólki situr uppi með námið á baki en getur ekki haldið áfram því það fær engan samning.
Við vildum deila þessari einlægnu frásögn með ykkur í von um að það leynist einhver sem gæti aðstoðað hann, eins og hann segir sjálfur, það gæti einhver þekkt einhvern.

Ég þekki 22 ára gaur sem fæddist í litlu þorpi í Eþíópíu og kom 7 ára gamall til Íslands, ættleiddur af góðu fólki. Í síðustu viku var hann að ljúka öllum bóklegum greinum sem rafvirki en hefur enn ekki komist á samning til þess að geta lokið sveinsprófinu sínu. Þetta er stálgreindur ungur maður og staðráðinn í því að eiga gott líf og vera góður í sínu fagi. Hann þarf fimm mánaða samning hjá meistara til þess að ná markinu. Eftir það er gatan greið. Nú væri himnasending fyrir hann ef einhver þekkti einhvern sem vildi kíkja á þetta mál. Ég hef fylgst náið með þessum dreng í 15 ár og veit að hann er heill í öllu sem hann gerir og myndi leggja sig 100% fram fengi hann tækifæri.

Vonum að fólk geti deilt þessu með okkur og aldrei að vita nema við hittum á réttu manneskuna.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here