Norræna húsið er með yfirlitssýningu á verkum Coopers & Gorfers í samstarfi við Dunkers Kulturhus í Helsingborg og Hasselblad stofnunina í Gautaborg.

Coopers & Gorfers skipa tvíeykið Sarah Cooper og Nina Gorfer. Þær stöllur hafa getið sér gott orð fyrir áhugaverða nálgun á viðfangsefnið í ljósmyndum sínum. Myndir þeirra flokkast undir frásagnarhefð í ljósmyndun, sem á rætur sínar að rekja aftur til málverka 18. og 19. aldar. Eins og segir á heimsíðu Norræna hússins þá eru: 

“ljósmyndir þeirra uppstillingar eða sviðsetningar með tilvísunum í söguna, ævintýri eða goðsagnir.” 

Þær vinna eins og danshöfundar eða leikstjórar við myndatökurnar og leggja mikið upp úr sviðsmyndinni og búningum og að vinna í nánu samstarfi við fyrirsæturnar.

Undir klókri leikstjórn þeirra nást á mynd dulúðleg og ævintýraleg augnablik þar sem tími liðinna alda svífur yfir. Þeim tekst líka að túlka líf og tilfinningar þeirra sem stija fyrir á óútskýranlegan hátt og skilja áhorfandann eftir agndofa í augnablikinu.

Sjón er sögu ríkari.

SHARE