Það hefur verið mikil umræða um það í dag að nú á að halda Biggest Loser keppni á Íslandi. Okkur fannst því kjörið að fjalla aðeins um þá sem voru mjög eftirminnilegir í þessum keppnum erlendis.

Mark Wylie

Hann fór úr tæpum 140 kg í 80 kg. Í dag er hann hinsvegar orðinn 102 kg og segist vera miklu ánægðari með sjálfan sig en hann var áður

33-mark-wylie

Ali Vincent

Ali var fyrsta konan sem varð Biggest Loser en hún losaði sig við 50 kg og hefur haldið þessum kílóum í burtu. Hún segist borða 2000 kaloríur á dag og æfa 6 sinnum í viku í 90 mínútur í senn.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_ali_vincent

Amy Wolff

Amy missti 45 kg í þriðju seríu Biggest Loser. Hún giftist svo öðrum keppanda, Marty, og hafa þau í kjölfarið stofnað sína eigin heilsurækt. Hún segir að það sé alltaf “strögl” að halda þyngdinni niðri en segist þakklát fyrir að eiga maka sem skilur hana.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_amy_wolff

 

Andrea Baptiste

Síðan Andrea Baptiste keppti í fyrstu seríu þáttanna hefur hún verið með þætti í Boston sem bera heitið “Wake Up With Cory and Drea”. Hún hefur haldið kílóunum í burtu og segir lykilinn að því sé að finna sinn innri verðleika.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_andrea_baptiste

 

Bill Germanakos

Síðan Bill varð sigurvegari 4. seríu hefur hann fengið nýtt starf innan fyrirtækisins sem hann starfaði hjá, Quest Diagnostics. Hann er í dag forstöðumaður heilsueflingar starfsmanna.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_bill_germanakos

Dan Evans

Dan Evans var 140 kg þegar hann byrjaði í 5. seríu Biggest Loser. Núna er hann 80 kg og hefur haldið sig í þeirri þyngd síðan þá og hefur látið gamlan draum rætast, hann gaf út plötu.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_dan_evans

 

Isabeau Miller

Isabeau Miller varð í 4. sæti í 4. seríu Biggest Loser og starfar í dag einkaþjálfari og markþjálfari. Hún borðar lífrænan mat og fer í ræktina 5-6 tíma í viku.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_isabeau_miller

 

Matt Hoover

Matt Hoover sigraði í 2. seríu en hann missti 82 kg. Hann kvæntist svo Suzy sem var með honum í keppninni og saman eiga þau son. Hann hefur bætt örlítið á sig en hann og Suzy lifa mjög heilbrigðu lífi.top_10_biggest_losers_where_are_they_now_matt_hoover

Roger Shultz

Roger var 165 kg þegar hann hóf keppnina og fór niður í 90 kg. Hann er núna þjálfari í Scale Back Alabama sem er fyrir fólk sem vill létta sig.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_roger_shultz

Ryan Benson

Ryan var fyrsti sigurvegarinn og missti hann 55 kg og fór þá úr 149 kg í 94 kg. Hann hefur hinsvegar viðurkennt að hafa nánast svelt sig í keppninni og hefur hann bætt töluvert á sig eftir keppnina og er í dag 136 kg.

top_10_biggest_losers_where_are_they_now_ryan_benson

Þú getur skráð þig í Biggest Loser á Íslandi hér!

SHARE