Leikkonan stórglæsilega , Sofia Vergara (42) sagði nýlega frá því í viðtali við miðilinn TooFab að hún ætti skelfilega erfitt með að halda sér í formi. Vergara er að eigin sögn alveg svakalegur sælgætisgrís og á mjög erfitt með sig í kringum hvers kyns sætindi.

Sjá einnig: Áður óséðar myndir af hinni stórglæsilegu Sofia Vergara

Ég hef átt í baráttu við sjálfa mig alla ævi. Mig langar stöðugt í eitthvað gott en ég vil líka vera í formi. Þegar ég er þreytt, almáttugur minn – þá missi ég alla stjórn á mér. Borða kleinuhringi eins og ég fái borgað fyrir það. Svo er það þetta með aldurinn, það verður sífellt erfiðara að halda sér í formi.

299AE71900000578-3123928-image-a-34_1434322547626

Það góða við kvikmyndabransann er að ég kemst ekki upp með neitt kjaftæði. Ég verð að gjöra svo vel að halda mér í formi.

SHARE