„Ég bið þig!“ – Þjófur stal persónulegum munum

Daníel Geir Moritz sem var fyndnasti maður Íslands árið 2011 lenti í því að brotist var inn í bíl hans fyrir utan Útvarpshúsið í Efstaleiti. Hann setti þennan status inn á Facebook:

Kæri þjófur.

Aðfaranótt sl. sunnudags braust þú inn í bílinn minn fyrir utan Útvarpshúsið í Efstaleiti, en bíllinn minn er gömul rauð Mazda 323. Í honum geymdi ég tvo kassa. Í þessum kössum var ekkert sem þú getur komið í verð, en hins vegar fullt af verðmætum fyrir mig. Um jólin var ég fyrir austan og fór yfir gamalt dót með pabba mínum og fann marga fjársjóði, eins og gestabók úr fermingarveislunni minni, stúdentsgjöf frá afa og ömmu heitinni, minningarbók sem mamma skrifaði þegar ég var nýfæddur o.fl. Á dögunum sótti ég svo þessa kassa á Flytjanda og ætlaði í framhaldinu að finna dótinu stað á heimili mínu.
Ég yrði miður mín ef ég fengi ekki að sjá neitt af þessu aftur. Þú hefur ekkert með þetta að gera, en þetta hefur mikið gildi fyrir mig. Því vil ég skora á þig að skila þessu. Þú getur fundið þínar leiðir til þess, og ef það er einhver áhugi hjá þér fyrir því að koma dótinu mínu til skila verður þú ekki í vandræðum með það. Ég bið þig.
Með von um að sjá dótið mitt aftur,
Daníel Geir Moritz
S. 8685460

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here