„Ég hata aðdáendur mína!“

Þann 6. maí birti „frægur leikari“ færslu á Reddit. Hann kemur ekki fram undir nafni en segist vera frægur leikari sem er samkynhneigður, samt ekki opinberlega og svo segist hann hata aðdáendur sína.

Hann skrifaði:

Ég er leikari. Mjög þekktur. Sumar af bíómyndunum sem ég hef leikið í urðu sögulega vinsælar. Ég byrjaði að leika þegar ég var barn og hef gert það síðan.

1. Ég hata aðdáendur mína. Ég kann að meta þá en ég hata þá. Ég hata þá af því að þeir sitja fyrir mér og áreita mig. Ég er ekki athyglissjúkur. Ég læt blaðamenn ekki vita af partýjum og svoleiðis. Ég nýt þess oftast að vera bara einn. Ég hef ekki einu sinni komið út úr skápnum. Ég þoli ekki þegar aðdáendur mínir kalla á eftir mér nöfn þeirra karaktera sem ég hef leikið, snerta mig og vilja taka myndir af mér eins og ég sé einn af þeim sem gengur um í súperhetjubúning og leyfir fólki að taka myndir af sér. Ekki misskilja mig, ég er alveg til í að spjalla og láta mynda mig með almennilegum eða ungum aðdáendum, en flest fólk er fífl.

2. Ég hata þegar ég er beðinn um peninga og fólk ákveður bara að ég eigi peninga. Ég hef séð síður þar sem ég er sagður vera 20 milljón dollara virði. Í ALVÖRU. Ég er kannski 4 milljón dollara virði og ég lifi ekki einhverju merkilegu lífi. Langt frá því. Ég fæ kannski 1-4 milljónir fyrir fjórar bíómyndir og fæ kannski 25% af því þegar upp er staðið. Yfirleitt hafna ég hlutverkum sem borga meira því þær munu skaða ferilinn minn. Stundum fæ ég engin tilboð og ég er með mikil útgjöld. Ég þarf að borga lögmönnum, endurskoðendum, fjölskyldu og fleirum. Ég ætla ekki einu sinni að tala um skattana. Ef ég verð einhverntímann öryrki og get ekki unnið meira, er ég í djúpum skít.

3. Þeir halda að ég geti reddað þeim vinnu. Ég get það ekki. Það pirrar mig meira en allt

4. Líf mitt er ekki fullt af glæsileika. Flest frægt fólk er ekki mjög áhugavert. Það er ómenntað, vitlaust, með ofsóknaræði og stútfullir af sjálfum sér.

Leikarinn fékk mikið af viðbrögðum og svarar þeim líka. Hann segir meðal annars að hann vilji ekki koma útúr skápnum því hann vilji ekki að hugsað sé um hann sem „samkynhneigðan leikara“ frekar en bara „leikara“. Hann segir að samkynhneigðir leikarar fái færri tilboð en hinir því framleiðendur séu hræddir um að samkynhneigðir leikarar geti ekki verið sannfærandi í hlutverki gagnkynhneigðs manns.

Sjáið færsluna hér. Hafið þið einhverja hugmynd um hver þetta er?

 

SHARE