ATH. Þessi grein er aðsend Hún.is.

Það er virkilega sárt að lenda í því að fá lítinn hvolp í hendurnar og maður veit ekki betur en allt sé í lagi þar sem dýralæknir á að vera búin að skoða dýrið.

Allt of margir hafa lent í því að fá hvolp frá Dalsmynni og lenda svo í sorgarferli. Börn sem hafa tengst hundinum og maður sjálfur. Ég fékk minn hvolp fyrir átta árum í Dalsmynni og við féllum öll fyrir litla sæta loðboltanum okkar.

Ekki var allt með felldu
Fljótlega fór að koma í ljós að það var ekki allt í lagi. Hann haltraði í göngutúrum og var það út af galla í hné sem kom fram á myndatöku. Hann fékk oft öndunarerfiðleika og svo kom í ljós að hann var með hjartagalla, vökva í lungum og stækkun í hjarta og fór hann á hjartalyf. 7 ára gamall kom fram á myndatöku að hjartað hans var orðið svo stórt að eina sem við gátum gert fyrir hann var að leyfa honum að fara yfir regnboga brúnna.

Áfall fyrir fjölskylduna
Þetta fékk mjög á mig þar sem hann var skugginn minn og líka á börnin. Ég hef ekki tölu á öllum læknisferðum og tárum sem hafa verið felld. Svo ég bið fólk um að ath. vel hvaðan dýrið kemur og hvernig heilsan á því er vegna þess að það virðist sem það þurfi álit hjá fleirum en einum lækni. Sorgin er mikil og finn ég til með öllum sem hafa lent í þessu. Í von um að dýr og fjölskylda þurfi ekki að upplifa sömu sorg.

Höfundur greinar er Svava Gísladóttir og greinin er send Hún.is

SHARE