„Ég myndi kaupa dóp fyrir dóttur mína“

Hinn 39 ára gamli Robbie Williams hefur eytt miklum tíma í að berjast við áfengisfíkn og einnig var hann um tíma háður læknadópi og segir hann að hann myndi jafnvel taka dóp með Teddy, dóttur sinni sem er núna níu mánaða.

Áður hefur Robbie viðurkennt að hafa prufað heróín og kókaín.

Í nýlegu viðtali segir hann um Teddy: „Ég efast um að hún verði eins og ég og hún mun vonandi fá alla þá ást og heppni sem þarf til að feta ekki þennan sama veg. Ef það gerist þá veit ég hvað á að gera og það er að sjá til þess að hún fái besta dóp sem hægt er að fá, og taka þau með henni,“ segir Robbie.

Robbie  sem er giftur leikkonunni Ayda Field, hefur samið lag til dóttur sinnar þar sem hann varar hana við vandræðunum sem fylgja dópi og alkóhóli.

Screen shot 2013-06-24 at 10.42.49
Ayda eiginkona Robbie

Hér er hluti af texta lagsins:

„One day you’ll be told about, how Daddy let his demons out, yeah he makes them scream and shout. So what better when you’re old enough, and you’re out on your own and stuff, if you start losing hold of love it’s because…

Your uncle sells drugs, your cousin is a cutter, your grandma is a fluffer, your grandad’s in the gutter, your mother is a nutter, you’re a mad motherf*****.“

 

Robbie segir líka í viðtalinu að dóttir hans og sonur Adele séu vinir og þau hittist stundum til að leyfa börnunum að leika.

Screen shot 2013-06-24 at 10.40.49

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here