Í nokkrar vikur hefur mikið verið skrifað um samband Lindsay Lohan og milljónamæringsins Egor Tarabasov. Talið var að allt væri í blóma hjá parinu í byrjun en þau trúlofuðu sig fljótlega og hafa birt fjöldan allan af krúttlegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Nú hefur hinsvegar komið í ljós að Egor hefur beitt Lindsay ofbeldi og hafa allavega 2 myndbönd birst á internetinu af slíkum atvikum.

Sjá einnig: Unnusti Lindsay Lohan tók hana hálstaki

 

Lindsay hefur ákveðið að stíga fram og segja frá því hvað hefur gerst hjá þeim því slúðrið og sögusagnirnar hafa verið svo yfirdrifnar. Viðtal við hana birtist í Mail á sunnudaginn og í því segir hún að hinn rússneski Egor hafi oft beitt hana ofbeldi.

„Ég vildi koma í þetta viðtal því það er kominn tími til að segja sannleikann,“ sagði Lindsay. „Það hafa verið svo margar lygar í gangi nýlega og ég hef ekki sagt neitt en núna óttast ég hvað Egor gæti gert mér eða sjálfum sér.“

Lindsay segir svona frá kvöldinu sem hann réðst á hana í íbúð hennar í London:

„Við komum heim eftir að hafa verið úti að skemmta okkur og ég fór upp í rúm og Egor fór aftur út. Nokkrum tímum síðar koma hann aftur og ég vaknaði við að hann stóð yfir mér. Hann var ekkert líkur sjálfum sér og var mjög ögrandi og réðst á mig. Þetta var ekki í fyrsta skipti, það er málið, en í þetta skipti voru sjónarvottar.“

Sjá einnig:  Lindsay Lohan slæst við unnusta sinn

 

 

Varðandi atvikið á ströndinni í Mykonos sagði Lindsay að Egor hefði drukkið of mikið og tryllst gjörsamlega. Hún er þó ekki búin að taka af sér trúlofunarhringinn en virðist samt vera alveg búin að gefa sambandið upp á bátinn.

„Ég þarf bara að klára þetta. Ég varð svakalega ástfangin af honum en hann brást traustinu mínu og mér leið ekki eins og ég væri örugg lengur,“ sagði Lindsay.

 

SHARE