Eiginmaður Nigellu Lawson sækir um skilnað – Nigella sögð vilja ná sáttum

Hver man ekki eftir Nigellu Lawson sem hefur verið að kenna  Vesturlandabúum að elda- hress og kát á sjónvarpsskernimum, sleikjandi fingur og áhöldin til skiptis milli þess sem hún fær sér munnfylli  af gógætinu.

Flestir vita af gjörðum eiginmanns hennar en myndir af því þegar hann tók hana hálstaki á veitingastað einum hefur vakið hörð viðbrögð. Nigella er sögð vera flutt út en nú hafa borist fréttir af því að  eiginmaðurinn, Saatchi hefur orðið fyrri til og sótt um skilnað – sem, samkvæmt breska fréttamiðlinum Thesun, kom Nigellu alveg í opna skjöldu. Charles hefur komið fram og sagst vera ósáttur við að Nigella hafi ekki tekið upp hanskann fyrir sig í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um hann síðustu daga.  Nigella er sögð vonast til að þeim takist að ná sáttum.  Hér fyrir neðan er mynd af parinu meðan allt lék í lyndi.

Þau hafa verið gift í tíu ár.  Hún var ekkja, missti fyrr mann sinn úr krabbameini.

“Charles svarar ekki símanum og lætur eins og hún sé ekki til. Nigellu finnst fráleitt að fólk geti sótt um skilnað án þess að hafa einu sinni rætt það við maka sinn.  Hún hafði skipulagt vinnuferð til Bandaríkjanna og var að vonast til að þau gætu rætt málin og náð sáttum þegar hún kæmi aftur.”

En það lítur ekki út fyrir að sú ósk rætist. Saatchi, sem er sjötugur er búinn að birta yfirlýsingu um að Nigella og hann séu skilin. Hann segir í yfirlýsingunni að þetta sé þeim báðum mjög erfitt, þau hafi elskað hvort annað mjög mikið en á síðastliðnu ári hafi þau fjarlægst hvort annað. Hann endar yfirýsinguna á því að segja að Nigella sé alveg dásamleg kona og það hafi verið gæfa sín að eiga svona kærleiksríka konu öll þessi ár.

Þeir sem til þekkja segja að sýnilegir brestir hafi farið að koma í hjónabandið eftir að myndin fræga af kverkatakinu birtist í blöðunum. Það var þá sem Nigella flutti úr íbúð þeirra í  Chelsea.

Charles Saatchi

Nigella tjáði sig ekki um myndina sem náðist af manni hennar beita hana ofbeldi og segja vinir hans að hann sé öskuillur út í hana að hún skuli ekki hafa reynt að bjarga orðspori hans. Hann hafi verið dreginn niður í svaðið og hún hafi ekkert gert til að reyna að bjarga honum.

 

Hann er frægur listaverkaeigandi og átti öflugt auglýsingafyrirtæki.   Nigella er dóttir Nigel Lawson sem gengdi mikilvægum ráðherraembættum í stjórnartíð Margrétar Thatcher og er vellauðug. Hún á tvö börn á táningsaldri frá fyrra hjónabandi sínu og er sagt að hún hafi ætlað að hætta störfum og snúa sér að því að hjálpa eiginmanni sínum þegar hún yrði fimmtug. En nú blasir frægð og frami við í amerísku sjónvarpi þar sem hún hefur verið ráðin til að vera með matreiðsluþætti og hún ætlaði sér að halda áfram með þætti sína. Hún hefur raunar aldrei unnið meira en einmitt núna.

SHARE