Við elskum hugmyndir að nýjum hárgreiðslum. Þessar greiðslur eru mjög einfaldar og fljótlegar, sem gerir þær ennþá frábærari.
Sjá einnig: Sex einfaldar hárgreiðslur fyrir latari týpuna
1. Settu hárið í hliðartagl, settu síðan allt hárið í gegnum teygjuna að ofanverðu, dragðu hárið í gegn og settu aðra teygju fyrir neðan. Endurtaktu ferlið þar til þú ert búin með taglið.
Sjá einnig: 5 hárgreiðslur fyrir „skítugt“ hár
2. Veldu þér fallegt hárband og taktu lokka frá andlitinu og snúðu þeim utan um hárbandið að aftanverðu.
3. Settu í þig smá froðu, taktu hárið til hliðar og skiptu því niður í tvo hluta. Síðan skaltu binda á það tvo hnúta og setja teygju fyrir neðan hnútinn.
Sjá einnig: 8 auðveldar hárgreiðslur fyrir sítt hár
4. Taktu hárið sem er við andlitið, snúðu upp á það og festu það með ömmuspennum að aftan.
5.Settu hárið í tagl og fléttaðu taglið. Snúðu því síðan upp í snúð og settu sæta slaufu fyrir neðan snúðinn að aftan.
6. Slaufusnúður er einfaldur og sætur. Settu hárið upp í einfaldan snúð, skiptu honum í tvennt og notaðu endana sem eru eftir til þess að setja yfir miðjuna. Spenntu endann niður og þá ertu komin með slaufuna.
7. Einfaldara gerist það ekki. Settu á þig hárband og vefðu öllu hárinu undir teygjuna að aftan. Það getur verð flott að skilja eftir smá hár að framan ef það er í flottri sídd.
8. Hárböndin eru til í alls konar stærðum og gerðum. Einfaldur snúður, hárband og þú ert orðin æðislega fín á augabragði.
9. Taktu allt hárið upp í hátt tagl. Þú getur sett kleinuhring inn í ef þig langar í stærri snúð og sett hárið utan um. Því næst seturðu teygju utan um snúðinn og snýrð upp á endana og vefur utan um snúðinn.
10. Ef þig langar til þess að hárið þitt haldist allt til hliðar, getur verið sniðugt að taka hárið fyrir neðan hnakkann í hliðartagl og láta svo afganginn af hárinu falla yfir.
11. Ef þig langar í tagl sem virðist bæði síðara og þykkara, er sniðugt að skipta hárinu í tvennt og túbera léttilega.
12. Krullaðu hárið á augabragði með því að setja það allt upp í tagl og krulla taglið. Síðan tekurðu teygjuna úr, hristir hárið léttilega og þú ert að labba út úr Hollywood.
13. Snúðu upp á hárið meðfram andlitinu sitt hvorr megin og settu það í teygju, neðst við hárlínuna. Dragðu taglið síðan í gegnum hárið fyrir ofan teygjuna og settu afganginn aftur ofan í teygjuna. Elegant og formlegur snúður fyrir allar konur.
14. Taktu huta af hárinu þínu og fléttaðu það með úthverfri fastafléttu, settu það í tagl og notaðu einn lokk til þess að vefja utan um taglið.
15. Settu hárið í hátt tagl. Fléttaðu síðan taglið og settu í það teygju og hentu fléttunni frjálslega upp í einfaldan snúð.
16. Snúðu upp á hárið sem er við andlitið og spenntu það niður með ömmuspennum. Það er allt í lagi þó að sjáist í spennurnar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.