Við elskum hugmyndir að nýjum hárgreiðslum. Þessar greiðslur eru mjög einfaldar og fljótlegar, sem gerir þær ennþá frábærari.

Sjá einnig: Sex einfaldar hárgreiðslur fyrir latari týpuna

1. Settu hárið í hliðartagl, settu síðan allt hárið í gegnum teygjuna að ofanverðu, dragðu hárið í gegn og settu aðra teygju fyrir neðan. Endurtaktu ferlið þar til þú ert búin með taglið.

 

1f19403c-41bc-4e88-b90e-55e42defc800_tablet

 

Sjá einnig: 5 hárgreiðslur fyrir „skítugt“ hár

2. Veldu þér fallegt hárband og taktu lokka frá andlitinu og snúðu þeim utan um hárbandið að aftanverðu.

3cb7656a-4775-40c5-a58f-8bc28407f77f_tablet

3. Settu í þig smá froðu, taktu hárið til hliðar og skiptu því niður í tvo hluta. Síðan skaltu binda á það tvo hnúta og setja teygju fyrir neðan hnútinn.

4ac6516b-021e-4c5b-a1e9-8498cf266efb_tablet

Sjá einnig: 8 auðveldar hárgreiðslur fyrir sítt hár

4. Taktu hárið sem er við andlitið, snúðu upp á það og festu það með ömmuspennum að aftan.

7ef5a8ca-bc32-4fce-bb61-0e3216d5874d_tablet

5.Settu hárið í tagl og fléttaðu taglið. Snúðu því síðan upp í snúð og settu sæta slaufu fyrir neðan snúðinn að aftan.

22d55874-7589-4956-a9c7-f237a3a7ed3a_tablet

6. Slaufusnúður er einfaldur og sætur. Settu hárið upp í einfaldan snúð, skiptu honum í tvennt og notaðu endana sem eru eftir til þess að setja yfir miðjuna. Spenntu endann niður og þá ertu komin með slaufuna.

36aee8ce-4f7c-4c32-a9c8-28851566e85c_tablet

7. Einfaldara gerist það ekki. Settu á þig hárband og vefðu öllu hárinu undir teygjuna að aftan. Það getur verð flott að skilja eftir smá hár að framan ef það er í flottri sídd.

39ee9f1d-1e1b-4dfa-8da6-63720f2c361e_tablet

8. Hárböndin eru til í alls konar stærðum og gerðum. Einfaldur snúður, hárband og þú ert orðin æðislega fín á augabragði.

764a7f1d-47c6-4b93-907f-6a20435897a0_tablet

9.  Taktu allt hárið upp í hátt tagl. Þú getur sett kleinuhring inn í ef þig langar í stærri snúð og sett hárið utan um. Því næst seturðu teygju utan um snúðinn og snýrð upp á endana og vefur utan um snúðinn.

27014fcd-f32d-4e1e-9eaa-a3b1c506bc13_tablet

10. Ef þig langar til þess að hárið þitt haldist allt til hliðar, getur verið sniðugt að taka hárið fyrir neðan hnakkann í hliðartagl og láta svo afganginn af hárinu falla yfir.

58559b1d-b6a6-4734-9dc0-35957ef437cb_tablet

11. Ef þig langar í tagl sem virðist bæði síðara og þykkara, er sniðugt að skipta hárinu í tvennt og túbera léttilega.

765508f8-12e0-4d6b-bb9d-8da356bff7d8_tablet

12. Krullaðu hárið á augabragði með því að setja það allt upp í tagl og krulla taglið. Síðan tekurðu teygjuna úr, hristir hárið léttilega og þú ert að labba út úr Hollywood.

aae37268-bc2a-451a-ab7f-ee99fe01a414_tablet

13. Snúðu upp á hárið meðfram andlitinu sitt hvorr megin og settu það í teygju, neðst við hárlínuna. Dragðu taglið síðan í gegnum hárið fyrir ofan teygjuna og settu afganginn aftur ofan í teygjuna. Elegant og formlegur snúður fyrir allar konur.

b66c3c3c-300d-4cd8-bc47-bdfa1927cf0c_tablet

14. Taktu huta af hárinu þínu og fléttaðu það með úthverfri fastafléttu, settu það í tagl og notaðu einn lokk til þess að vefja utan um taglið.

c029ab98-a2be-4887-a642-f4a85b0b6d14_tablet

15.  Settu hárið í hátt tagl. Fléttaðu síðan taglið og settu í það teygju og hentu fléttunni frjálslega upp í einfaldan snúð.

d170ded6-d62a-439f-8824-1fd423dc4c53_tablet

16. Snúðu upp á hárið sem er við andlitið og spenntu það niður með ömmuspennum. Það er allt í lagi þó að sjáist í spennurnar.

e8edf9cc-35c4-4701-8a8b-5bb7f20307c4_tablet

SHARE