Þessi einfaldi og bragðgóði kjúklingaréttur er frá Eldhússögum

IMG_6741

Uppskrift:

 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • ólífuolía eða smjör til steikingar
 • 2 msk sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir frá Paradiso
 • 2 hvítlauksrif
 • 3 msk mango chutney frá Patak’s
 • 2 dl vatn
 • 2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscars
 • 2 dl rjómi
 • 1 dós sýrður rjómi (10% eða 18%)
 • 1 msk rifið engifer
 • salt og grófmalaður svartur pipar

Kjúklingurinn er skorinn í bita, saltaður og pipraður og því næst steiktur  á pönnu upp úr smjöri og/eða ólífuolíu. Sólþurrkuðum tómötum (gott að taka svolítið með af olíunni sem þeir liggja í), hvítlauksrifjum og mango chutney er blandað vel saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Maukinu er svo bætt út á pönnuna ásamt rjóma, sýðrum rjóma, engifer og kjúklingakrafti. Látið malla í um það bil 10 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með kúskús eða hrísgrjónum, fersku salati og brauði.

SHARE