Einn af hverjum 5 halda framhjá vegna þess að þeir hafa meiri kynhvöt en maki þeirra

Þú átt góðan maka, börn og fallega íbúð eða hús. Hvað gæti hugsanlega komið upp á milli ykkar hjóna? Samkvæmt nýrri rannsókn gætu það verið orðin “Nei ekki núna ég er með hausverk.”

Einn af hverjum 5 heldur framhjá vegna þess að þeir hafa meiri þörf fyrir kynlíf en maki þeirra samkvæmt nýrri rannsókn. Rúmlega 4 af hverjum 10 konum og 6 af hverjum 10 mönnum segjast hafa meiri kynhvöt en maki sinn.

Algengar ástæður fyrir minni á kynhvöt eru, leiði, stress, barneignir og það að fólk girnist maka sinn ekki lengur.

Þrátt fyrir þetta stundar einn af hverjum þrem kynlíf þó hann/hún sé ekki “í stuði”

Sambandið þarf því ekki að vera dauðadæmt þó kynhvötin sé mismikil. Mikilvægt er að tala saman og reyna að finna lausn á vandanum, prófa nýja hluti og eyða tíma saman. Það er eðlilegt að kynhvötin sé mismikil og þetta gerist af og til í flestum samböndum. Góðu fréttirnar eru þó þær að oft kemst fólk “í stuð” ef að makinn leggur sig fram og lætur makanum líða eins og hann sé sérstakur.

Könnunin, sem gerð var á 3,000 bretum var styrkt af fyrirtæki sem selja hjálpartæki ástarlífsins.

 

SHARE