Eitthvað sem þú hélst að væri gott fyrir þig en er það ekki endilega – 8 atriði

Meginreglurnar  um að varðveita heilsuna virðast ekki vera flóknar: borða hollan mat, hreyfa sig, sofa nóg og þetta ætti að duga, ekki satt? En það er svo skrýtið að málið getur verið flóknara. Oft er það svo að það sem við  höldum að sé hollt og gott fyrir okkur skaðar okkur þegar upp er staðið. Hér verður rætt um nokkur atriði sem gætu fallið undir þetta -svo sem eins og að bursta tennurnar eftir hverja máltíð eða bregða sér í þægilega sandala sem hvort tveggja gæti gert okkur óleik.

1. Að nota sótthreinsunarefni á hendurnar í tíma og ótíma.  

Ef þú ert ein af þeim sem grípur í flöskuna með sótthreinsunarefninu í tíma og ótíma ættirðu að staldra við. Sápa og vatn eru alveg ágætis sótthreinsunarefni nema maður sé á einhverjum stað sem er sérlega hlaðinn sýklum, eins og t.d. sjúkrahús geta verið.  Ef maður er ekki nálægt vaski getur verið gott að eiga sótthreinsandi þurrku, en rétt er að lesa á umslagið áður en maður notar hana. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að efnið triclosan sem oft er í þessum bréfþurrkum getur aukið þol sýkla og vírusa gegn lyfjum. (Þetta á líka við sápur sem eru með triclosan) .

 

2. Tilraunir með húðvörur.

Hver spáir ekki í að fá sér eitthvað af þessum frábæru kremum og húðvörum sem eiga að yngja mann upp um mörg ár? Það er fín hugmynd að leita sér að einhverju mýkjandi kremi en að nauðleita á nokkurra vikna fresti að æskubrunninum  er hins vegar ekki fín hugmynd. Best er að koma sér upp daglegum venjum og halda sig við þær. Maður sér ekki endilega árangur strax og margar konur gefast upp og „nenna þessu ekki“. Það er ekki endilega gott að skipta oft um krem sérstaklega ef þau eru með miklum ilmefnum. Ekki er víst að þessi ilmefni séu góð fyrir húðina. Það er um að gera að nota kremin sem reynst hafa okkur vel. Málið er að halda húðinni hreinni og mjúkri og vera svo ekki að búast við kraftaverkum, sérstaklega þeim sem eru seld í verslunum.

 

3. Tásandalar.

Það er dásamlegt að geta farið úr hælaskóm og stígvélum og rennt sér í tásandalana- ekki satt? Ekki alveg.  Það kemur í ljós að sumarsandalarnir eru ekki mjög góðir fyrir fæturna. Samkvæmt því sem  Jordana Szpiro, DPM, fótasérfæðingur og beinaskurðlæknir í Boston segir eru tásandalar og aðrir sandalar sem styðja ekki við fótinn alls ekki góðir fyrir fæturna. Það er vel þekkt að sprungur koma í fótabeinin vegna álagsins.  Hún segir líka að margir fái sinaskeiðabólgu vegna álagsins að halda söndulunum á fætinum.  Hún ráðleggur fólki að ganga ekki um berfætt kringum sundlaugar og í búningsherbergjum.  Auk þess sem fóturinn fær engan stuðning, skólaus er þó nokkur hætta á að fólk fái húðsjúkdóma á þessum stöðum svo sem vörtur og fótasvepp.  Maður þarf þó ekki að vera í lokuðum skóm allt sumarið því að hægt er að fá sandala sem veita góðan stuðning.

4. Að bursta tennur eftir hverja máltíð. 

Maður gæti haldið að það væri mjög gott fyrir tannheilsuna og hreinlæti í munnholinu að hlaupa til og bursta tennurnar eftir hverja máltíð en sérfræðingar hafa sagt að það sé betra að láta þetta ógert. Oft situr sýra á glerjungnum að lokinni máltíð og geti hún mýkt hann og þess vegna er ekki gott að bursta strax eftir mat. Miklu viturlegra er að skola munninn til að ná burt matarleyfum.  Manni er líka ráðlagt að beita burstanum létt og í hringi en ekki fram og aftur eða upp og niður.

 

5. Að gera bara þrekæfingar.

„Besta leiðin til að léttast er að gera bara þrekæfingar“. Það er von að maður hugsi svona. En sannleikurinn er sá að þegar fólk gerir bara þrekæfingar venst líkaminn erfiðinu og fitubrennslan minnkar með tímanum. Auk þess geta hlaupabrettið og fleiri tæki sem fólk notar við æfingar valdið vöðvabólgum og skaða. Best er að gera margs konar æfingar, sem þjálfa hjartað og allan líkamann. Með því móti brennir fólk flestum hitaeiningum og gefst síður upp að æfa sig.

 

6. Að sleppa máltíðum til að geta borðað meira seinna.

Margar konur ætla að spara hitaeiningar  til að „eiga inni“ fyrir einhverju góðu seinna.  Þær sleppia t.d. hádegisbitanum til að geta með góðri samvisku fengið sér vínglas um kvöldið. Það getur auðvitað verið allt í lagi að sleppa máltíð. En því miður verður maður stundum illa svangur og stuttur í spuna þegar maður hefur ekki borðað og þá fer fólk oft að fá sér einhverja bita og/eða óhollustu með meiri hitaeiningum en hefði verið í hádegisbitanum.  Það er skynsamlegt að fá sér næringarríkan og undirstöðugóðan mat (prótín ríkan) sem stendur með manni allan daginn. Þá eru minni líkur á því, þegar kemur að kvöldmatnum að maður hlaði mat með miklum hitaeiningum og feiti á diskinn.

 

7. Að hreinsa með sótthreinsunarefnum. Það getur vel verið að heimilið líti út og lykti eins og það sé tandurhreint og hvergi bakeríur í leyni. Þú úðar jú bakeríudrepandi efnum um allt!  En þessi efni gætu haft alveg öfug áhrif. Þessi efni reynast hreint ekki betri en venjuleg hreinsiefni og sápa. Auk þess hefur komið í ljós að viss ammóníak efni sem eru sett í umrædd hreinsiefni geta valdið astma. Efni sem er í sumum þessara ofurhreinsiefna  (2-butoxyethanol) eru talin geta valdið krabbameini. Enn annað efni  sem er í sumum tegundunum, alkylphenol ethoxylate  riðlar hormónabúskap líkamans og ethanolamin sem er í þeim mörgum getur valdið astma. Framleiðendum er ekki skylt að birta lista yfir efnin sem eru í vökvanum en fólk getur skoðað á netinu hvaða efni eru í brúsunum sem það er að kaupa. Húðsjúkdómalæknirinn  Dr. Sutton ráðleggur fólki að hreinsa hjá sér með blöndu af ediki og vatni (helming af hvoru) eða nudda óhreinindi með matarsóta og séu bakteríudrepandi efni í hvoru tveggja.  Hún ráðleggur fólki að hreinsa oft og vel hjá sér. Ef maður gerir það losnar maður við óhreinindin og þá hafa bakeríurnar engan stað til að fjölga sér.

8. Að gúffa í sig vítamínum. 

Er ekki bara best að taka sem mest? Það er ekki endilega rétt. Fólk notar oft fæðubótarefni án þess að vita hvað það er að taka eða hvort það hefur nokkra þörf fyrir þau. Mikið af þeim mat sem við borðum í dag er þegar með íblönduðum vítamínum og þegar líkaminn hefur nóg af þeim gerir viðbótin honum ekkert gott þegar best lætur. En það getur haft alvarlegar afleiðingar að vera að borða vítamín í óhófi. Mikið A vítamín getur verið hættulegt fyrir fóstur, mikið C vítamín getur valdið meltingartruflunum og skekkt mælingar hjá fólki með sykursýki og of stórir skammtar af  B6 vítamíni geta valdið skaða á taugakerfinu. Fólki er ráðlagt að reyna að fá bætiefnin úr fæðunni en ekki með því að taka inn pillur. Ef ekki er um veikindi eða hungursneyð að ræða er það yfirleitt hægt.

Heimildir: mnn.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here