Ekki rífast í sumarfríinu – Nokkur gagnleg ráð

Það kannast eflaust margir við að vera spenntir að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og svo þegar kemur að fríinu þá koma upp allskyns leiðinda rifrildi við makann sem maður vildi helst sleppa við.

Redbook tók saman nokkur algeng rifrildistilefni og hvað er til ráða við þeim.

„Ertu í alvöru í símanum núna?“

Frá því að vera á Facebook eða á Twitter til þess að vera að glugga í vinnupóstinum þínum þá er fátt sem er meira til þess að skemma andrúmsloftið í fríinu en manneskjan sem hangir á netinu í símanum sínum. Þegar fólk gerir það er það að hafa meiri samskipti við til að mynda vinina á Facebook heldur en maka sinn. Það er góð hugmynd að ákveða fyrir ferðina að halda allri símanotkun í lágmarki og kannski að slökkva á tilkynningunum í símann svo þið fáið enn meiri frið. Mörgum gæti þótt þetta erfitt í byrjun en þetta venst furðu fljótt.

„Ég veit ekki hvað við eigum að gera, þú getur fundið útúr því!“

Ef þið eruð á sólríkum stöðum þá getur þurrkur, þreyta og hungur látið alla verða pirraða. Þið eruð kannski á ókunnum stað og dagsplanið er eitthvað að klikka og þið þurfið að bíða í langan tíma til að fá að borða og þá er auðvelt að snappa á hvort annað. Anna Ranieri sem er fjölskylduráðgjafi segir ráðið við þessu vera að gera sér grein fyrir því að frí þurfa ekki að vera fullkomin og  það er allt í lagi. Ef allir eru orðnir svangir og pirraðir, finnið þá stað til þess að kaupa ykkur að drekka og eitthvað smá til að japla á meðan þið bíðið eftir því að geta borðað og ákveða næsta skref.

„Þú ert í fríi og ÉG sé um börnin“

Auðvitað er gaman að vera einhversstaðar í fríi með fjölskylduna en ef þú ert búin að vera með minnsta barnið á arminum allan daginn og ert að láta það pirra þig að maðurinn þinn er ekki að átti sig á því að þú sért orðin þreytt, talaðu þá við hann. Patrick Wanis sálfræðingur segir að best sé að tala við maka sinn og segja honum bara að þú sért þreytt, uppgefin eða hvað sem er og hann er alveg örugglega boðinn og búinn að taka við af þér og gefa þér smá frið.

 „Getum við farið að sofa“

Þið komið kannski á hótelherbergi með risastóru rúmi og þú hugsar „aaahhh“ og hann hugsar „ú jeeee“ eða öfugt og eruð bara alls ekki á sömu blaðsíðunni um það hvað er að fara að eiga sér stað þarna um kvöldið. Ef þú ert manneskjan sem ert ekki til í kynlíf og ert bara dauðuppgefin þá skaltu bara segja það en jafnframt tala um það við hann að þig hlakki til að prufa þetta rúm kvöldið eftir eða um morguninn. Ef þú ert manneskjan sem vill kynlíf, taktu það þá ekki nærri þér ef hann er þreyttur og vill hvíla sig. Höfnunartilfinning er ekki góð tilfinning til að vera með í byrjun sumarfrísins.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here