Ekkja minnist eiginmanns síns á einstakan hátt – Hengir brúðkaupsföt þeirra upp til minningar um ástina

Síðastliðinn sunnudag birti maður sem er tíður gestur á síðunni Reddit yndislegar myndir. Á Reddit getur fólk birt allskonar myndir og myndbönd.

Hann birti þessar myndir og skrifaði með: “Afi minn lést fyrir nokkrum mánuðum. Ég fór í heimsókn til stjúpömmu minnar í dag í fyrsta sinn síðan hann lést og hún hafði hengt brúðkaupsföt þeirra upp fyrir utan húsið sitt. Þetta er sönn ást.”

Það er alltaf erfitt að missa ástvin og maka en þessi kona fagnar ástinni og lífinu sem þau áttu saman. Þetta er fallegt og hér koma myndir af fötunum og mynd af hjónunum á brúðkaupsdaginn:


SHARE