Nú er í vinnslu ný stuttmynd frá Pamela Anderson um hvernig það er að verða miðaldra og halda sjálfstraustinu í lagi. Hún segir í viðtali við W Magazine: „Ég hef aldrei verið í svona alvarlegu hlutverki. Ég var í Baywatch og öðrum hlutverkum í sjónvarpi en ég hefði getað sinnt þeim verkefnum með lokuð augun.“ Pamela bætir við að það séu alls engin endalok að eldast: „Við þurfum öll að takast á við að eldast. Börnin vaxa úr grasi. Sumir hafa gengið í gegnum skilnað og þú reynir að finna tilgang með þessu.“

 

Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá myndina sem mun bera nafnið Connected.

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE