Engir dvergar í nýrri útgáfu af Mjallhvít

Stefnt er á að kvikmynda hina klassísku sögu Disney, um Mjallhvíti og dvergana sjö, frá 1937. Það verður þó sitthvað haft öðruvísi í kvikmyndaútgáfunni. Peter Dinklage hefur gert athugasemdir við myndina en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones.

Peter var í viðtali á dögunum þar sem hann sagðist fagna því að Rachel Zegler færi með hlutverk Mjallhvítar, en hann hefði verið mjög hissa á að það ætti að endurgera þessa mynd, yfir höfuð. Disney gaf það þó út að það yrði reynt að forðast að ýta undir staðalímyndir í myndinni.

Sjá einnig: Jason Momoa býr í bíl eftir skilnaðinn

Peter sagði í viðtalinu að þetta væri allt mjög öfugsnúið: „Þið eruð að fá stúlku sem er hálf-Kólumbísk til að leika Mjallhvíti og eruð svakalega stoltir af því. Þið eruð samt ennþá að taka upp „Mjallhvít og dvergarnir sjö“. Takið nú eitt skref til baka og skoðið þetta sem þið eruð að gera. Þetta er alveg óskiljanlegt fyrir mér.“

Disney brást fljótt og örugglega við þessum orðum Peter og fjölmiðlafulltrúi sagði The Wrap að það yrði allt önnur nálgun en áður í myndinni.

„Til að forðast það að ýta undir staðalímyndir munum við nota aðra nálgun í nýju myndinni, og eftir að hafa leitað ráðlegginga höfum við ákveðið að „dvergarnir“ verða töfraverur. Við hlökkum mikið til að leyfa ykkur að sjá meira þegar líður á framleiðsluna.“

Sjá einnig: Maður brjálast í umferðinni og tekur upp byssu

Gal Gadot mun einnig leika í myndinni og mun hún vera í hlutverki vondu drottningarinnar.

SHARE