Við höfum sagt ykkur frá Valeria Lukyanova og Lhouraii Li en þær eiga báðar þá ósk heitasta að líta út eins og Barbie og gera hvað þær geta til þess að gera það.

1384399233_006

Alina Kovalevskaya er, eins og Valeria, frá Úkraínu. Hún er með stór augu, sítt hár og rjómahvítt hörund sem hún segir að hafi aldrei séð sólina. Alina segist þó, ólíkt Valeria, ekki hafa farið í neinar aðgerðir til þess að líta út eins og Barbie.

Alina-Kovalevskaya-2

Alina og Valeria voru einu sinni vinkonur en eru það ekki lengur og má ætla að þær hafi verið í einhverri samkeppni sín á milli, um hvor þeirra væri líkari Barbie. 

SHARE