Er barnið að borða mat sem ýtir undir ADHD?

Er maturinn sem barnið þitt sem er með ADHD hollur fyrir það?  

 

Ef barnið þitt er með ADHD gætir þú hjálpað til að slá á einkennin með því að breyta mataræðinu. Taktu mataræðið í gegn í sumar svo að barnið verði betur fært um að stunda skólann næsta vetur.    Margir gefa börnunum sínum lyf vegna ADHD. Rannsókn sem var gerð 2011 sýndi hins vegar fram á að oft nægir að breyta mararæðinu og voru breytingarnar raunar alveg ótrúlegar þegar það var gert.

Hafðu samband við lækninn þinn áður en þú ferð að breyta og hafðu í huga að börn eru misjöfn. Það er ekki hægt að hjálpa öllum börnum með ADHD með því einu að breyta mararæðinu og það tekur líka mislangan tíma að sjá breytingar sem verða.  

Taktu út matarlit og bragðefni 

Af hverju?: Þessi efni ýta undir ofvirkni og í matarlit geta verið örlitlar agnir af þungmálmum. Þó að matvælaeftirlitið segi að þessi efni séu innan leyfilegs ramma er rétt að athuga hvað þau eru víða og hvað maður lætur ofan í sig af þeim. Þau eru í morgukorni, sælgæti, ýmsum tilbúnum réttum o.fl.

Hvernig sér maður hvort þessi efni eru i matnum?: Stundum er auðvelt að sjá þau, Upplýsingar um innihald nefna þau en stundum flækist málið. Þau geta hljómað eins og náttúrulegt efni (eins og t.d. vanilludropar) eða þau eru alls ekki nefnd.

Taktu út rotvarnarefni

Af hverju?: Þau ýta undir ofvirkni og athyglisbrest. Auk þess: hvað skyldu rotvarnarefni í mat sem helst óskemmdur í búðarhillum marga mánuði vera lengi í líkama þínum? Oj bara!   .

Slepptu  „excitotoxin“ efnum

Af hverju?: Svarið liggur í nafninu. Efnið örvar (og getur drepið) heilafrumur. Sumt getur líka slævt hugsunina og valdið skapsveiflum.

Hvernig sér maður hvort þetta er í matnum?: Aspartam er algengast í þessum flokki en þú ættir að taka út allan gerfisykur ef barnið þitt sýnir viðbrögð við aspartami.

Það getur verið erfiðara með MSG. Framleiðendur þurfa bara að nefna það ef þeir bæta því sjálfir í matinn. Þeir þurfa ekki að nefna það ef það er í einhverju hráefni sem þeir nota í réttinn. Auk þess eru yfir 40 mismunandi heiti á þessu efni!

Gott að huga að

Ef barnið þitt á í vandræðum ættirðu að athuga fleira sem gæti verið orsökin. Ef dóttir þín notar snyrtivörur ættirðu að skoða hvort í þeim eru litar- og ilmefni. Einnig gætu verið efni, sem gera barninu þínu ekki gott verið í sápunni, þvottaefninu, tannkreminu og ýmsu fleiru sem maður notar daglega. Maður getur þurft að athuga hvaðeina sem barnið snertist við. Ekki er víst að um vanda sé að ræða en áreiðanlega er rétt að ahuga það.

Spurðu líka lækni eða lyfjafræðing um hvað er í ýmsum lyfjum ( bæði með og án lyfseðla). Oft eru lyf eða vítamín húðuð. Hvaða efni eru t.d. í húðuninni?

Gott að hafa í huga

Þetta er ekki auðvelt en ef þessi vinna hjálpar barni þínu sem er með ADHD gætu eftirfarandi atriði hjálpað því.

  • Taktu efnin hægt út svo að barnið sætti sig betur við breytinguna.
  • Gerðu þetta í samráði og samvinnu við barnið.
  • Segðu barninu af hverju verið er að breyta matnum og kenndu því þannig að það geti borðað á þennan hátt þó að þú sért ekki við til að stjórna því. Þetta er auðvitað bara hægt ef barnið er orðið stálpað. Lærið saman !
  • Ef barnið fær skólamáltíðir þarf að láta fólkið þar vita hvað er verið að gera.
  • Ef ekki er hægt að fara að fyrirmælunum þarftu að útbúa sjálf(ur) nestið fyrir barnið þitt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here